Persónuvernd krefst upplýsinga um eftirlitskerfi við Álftanesveg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir um tilraunaverkefni að ræða. Persónuvernd hefur krafið bæjaryfirvöld í Garðabæ um að þau upplýsi hvernig ný fullkomin eftirlitsmyndavél við Álftanesveg samrýmist lögum um persónuvernd, meðferð persónuupplýsinga og reglum um rafræna vöktun. Vélin, sem gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með umferð og greina númeraplötur ökutækja með aðstoð innrauðs ljóskastara, hefur verið starfrækt í rúman mánuð. Bæjaryfirvöld hafa ekki látið Persónuvernd vita af vélinni, þrátt fyrir að rafræn vöktun sé tilkynningarskyld til stofnunarinnar. Bæjarstjóri segir að um samstarfsverkefni við lögreglu sé að ræða og að unnið sé að því að tilkynna málið. Persónuvernd sendi bæjaryfirvöldum erindi í upphafi mánaðarins vegna vélarinnar sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Gunnar Einarsson bæjarstjóri vísaði á fundinum til samþykktar bæjarráðs frá 21. mars síðastliðnum þar sem kemur fram að uppsetning öryggismyndavélarinnar væri samstarfsverkefni bæjarins, lögreglu og Neyðarlínu. Verið væri að ganga frá samstarfssamningi, merkingum á vettvangi og tilkynningu til Persónuverndar. „Við fórum fyrst að skoða þennan möguleika eftir undirskriftasöfnun íbúa á Álftanesi sem óskuðu eftir öryggismyndavél, hvort það hafi verið mikið um innbrot á þeim tíma. Svo áttum við fund með lögreglunni sem tók vel í samstarf. Við eigum eftir að ganga endanlega frá öllum hnútum gagnvart okkar samstarfsaðila og tilkynna málið til Persónuverndar,“ segir Gunnar og bætir við að tilgangur vélarinnar sé að hægt verði að bregðast við ef eitthvað komi upp á. „Þá er hægt að rekja það. Svona fyrirkomulag er í öðrum bæjarfélögum sem við vitum um en við lítum á þetta sem tilraunaverkefni.“ Eftirlitskerfið les númer allra bíla sem fara um veginn og skráir þau beint í gagnagrunn sem hægt er að fletta upp í eftir á. Einnig er hægt að setja lista yfir eftirlýst bílnúmer inn í grunninn og fá tilkynningar ef þær bifreiðar aka þar um. Áætlaður kostnaður við uppsetningu eftirlitsmyndavélarinnar nam um tveimur milljónum króna, sem Gunnar segir að hafi staðist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Persónuvernd hefur krafið bæjaryfirvöld í Garðabæ um að þau upplýsi hvernig ný fullkomin eftirlitsmyndavél við Álftanesveg samrýmist lögum um persónuvernd, meðferð persónuupplýsinga og reglum um rafræna vöktun. Vélin, sem gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með umferð og greina númeraplötur ökutækja með aðstoð innrauðs ljóskastara, hefur verið starfrækt í rúman mánuð. Bæjaryfirvöld hafa ekki látið Persónuvernd vita af vélinni, þrátt fyrir að rafræn vöktun sé tilkynningarskyld til stofnunarinnar. Bæjarstjóri segir að um samstarfsverkefni við lögreglu sé að ræða og að unnið sé að því að tilkynna málið. Persónuvernd sendi bæjaryfirvöldum erindi í upphafi mánaðarins vegna vélarinnar sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Gunnar Einarsson bæjarstjóri vísaði á fundinum til samþykktar bæjarráðs frá 21. mars síðastliðnum þar sem kemur fram að uppsetning öryggismyndavélarinnar væri samstarfsverkefni bæjarins, lögreglu og Neyðarlínu. Verið væri að ganga frá samstarfssamningi, merkingum á vettvangi og tilkynningu til Persónuverndar. „Við fórum fyrst að skoða þennan möguleika eftir undirskriftasöfnun íbúa á Álftanesi sem óskuðu eftir öryggismyndavél, hvort það hafi verið mikið um innbrot á þeim tíma. Svo áttum við fund með lögreglunni sem tók vel í samstarf. Við eigum eftir að ganga endanlega frá öllum hnútum gagnvart okkar samstarfsaðila og tilkynna málið til Persónuverndar,“ segir Gunnar og bætir við að tilgangur vélarinnar sé að hægt verði að bregðast við ef eitthvað komi upp á. „Þá er hægt að rekja það. Svona fyrirkomulag er í öðrum bæjarfélögum sem við vitum um en við lítum á þetta sem tilraunaverkefni.“ Eftirlitskerfið les númer allra bíla sem fara um veginn og skráir þau beint í gagnagrunn sem hægt er að fletta upp í eftir á. Einnig er hægt að setja lista yfir eftirlýst bílnúmer inn í grunninn og fá tilkynningar ef þær bifreiðar aka þar um. Áætlaður kostnaður við uppsetningu eftirlitsmyndavélarinnar nam um tveimur milljónum króna, sem Gunnar segir að hafi staðist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira