Innlent

Þingmaður gagnrýnir breytingar á hringvegi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Steingrímur gagnrýnir samráðsleysi ráðherra.
Steingrímur gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. vísir/stefán
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á Alþingi í gær fyrirætlanir innanríkisráðherra um að breyta hringveginum á Austurlandi.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að um langa hríð hefur verið uppi umræða um legu hringvegarins á Austurlandi og hvort breyta eigi núverandi skilgreiningu þannig að hringvegurinn, þjóðvegur 1, milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna, liggi ekki eins og nú er um Skriðdal og Breiðdalsheiði heldur um Norðfjarðarveg og Suður­fjarðaveg.

„Þetta hefur ekki verið nefnt við þingmenn kjördæmisins svo ég viti til og kannski stendur það ekki til,“ sagði Steingrímur. „Það sem gerir þetta enn viðkvæmara er að það er engin samgönguáætlun í gildi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×