Kristján Möller: Kosningalykt af hugmyndum innanríkisráðherra um úrbætur í samgöngumálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. ágúst 2016 15:30 Kristján Möller. Vísir/Ernir Fyrrverandi samgönguráðherra Samfylkingarinnar tekur undir með núverandi innanríkisráðherra um að ekki verði komist hjá því að tvöfalda hringveginn. Innanríkisráðherra segir fjölgun ferðamanna og aukna umferð um þjóðvegi landsins hafa leitt til þess að vegir séu víða um land komnir að þolmörkum og því afar brýnt að mörkuð verði stefna í þessum málum. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra að uppbygging vegakerfisins og önnur verkefni ríkisins séu það umfangsmikil að skatttekjur muni ekki koma til með að duga fyrir öllum nauðsynlegum vegaframkvæmdum á stuttum tíma og því verði að líta til einkafjármögnunar. Ólöf segir samgöngukerfið hafa það fram yfir margt annað og að þar sé hægt að blanda saman skattfé og einkafjármögnun, með samvinnu ríkisins og einkaframtaks. Rétt sé að líta til þessa til að ná fram auknu hagræði fyrir skattgreiðendur, eins og ráðherrann orðar það. Hugmyndin um lagningu Sundabrautar sé gott dæmi um þetta.Segir Ólöfu dusta rykið af gömlum hugmyndumKristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra segir að ráðherra sé að dusta rykið af gömlum hugmyndum og að það sé merkilegt að ráðherra skuli koma með þessar hugmyndir þegar svo stutt sé til kosninga. Hingað til hafi þessi málaflokkur verið sveltur í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Þetta hefur verið skoðað áður og í minni tíð sem samgönguráðherra var þetta komið ansi langt með helstu leiðirnar út úr Reykjavík með tvöföldun. En það ber auðvitað að hafa í huga að í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa verið sögulega lítil framlög til samgöngumála og vegaframkvæmda og get ekki annað en minnt líka á það að ennþá eru margir landshlutar með vonlaust vegakerfi, eins og á sunnanverðum Vestfjörðum, norðausturhorninu og fleiri stöðum þar sem á hreinlega eftir að byggja upp vegina. Fyrst og fremst myndi ég herja á innanríkisráðherra varðandi það að fá meiri framlög úr ríkissjóði til samgöngumála og þá er hægt að gera stórátak,“ segir Kristján. Kristján segir að hann hafi alltaf verið þeirrar hugmyndar að skoða þá leið að uppbygging og vegaframkvæmdir verði gerðar í gegnum einkaframkvæmd.Vaxtastigið í landinu getur eyðilagt hugmyndir um einkaframkvæmd„Það ber líka að hafa í huga það sem getur eyðilagt svona hugmyndir um einkaframkvæmd, það er í raun og veru bara vaxtastigið í landinu og allt að því vaxtaokur og síðan var það líka að þetta mætti mikilli andstöðu hjá sveitarstjórnarmönnum á þeim stöðum sem þetta var. En þetta eru sem sagt hugmyndir sem hafa verið skoðaðar alllengi í samgönguáætlun. Við ætluðum að gera þetta á erfiðleikatímanum, meðal annars til að skapa vinnu. Þetta var tekið fram í stöðugleikasamkomulagi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Eina sem gert var voru Vaðlaheiðargöng og þess ber að geta að við lendum í vandræðum með þau og með fjármögnun og þar voru fyrst og fremst vextirnir sem spiluðu stóran þátt í því.“ Kristján segir að best væri að notast við nútíma tækni til að innheimta veggjöld eins og gert er erlendis og að afnema ætti olíu- og bensíngjald. Jafnframt undrast hann að þessar tillögur innanríkisráðherra séu fyrst að koma fram núna þegar svona stutt er til kosninga. „Það er nú töluverð kosningalykt af þessu eins og ýmsu fleiru sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera núna á seinustu metrunum. Framlög til samgöngumála hafa aldrei verið eins lítil eins og í tíð þessarar ríkisstjórnar,“ segir Kristján. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Fyrrverandi samgönguráðherra Samfylkingarinnar tekur undir með núverandi innanríkisráðherra um að ekki verði komist hjá því að tvöfalda hringveginn. Innanríkisráðherra segir fjölgun ferðamanna og aukna umferð um þjóðvegi landsins hafa leitt til þess að vegir séu víða um land komnir að þolmörkum og því afar brýnt að mörkuð verði stefna í þessum málum. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra að uppbygging vegakerfisins og önnur verkefni ríkisins séu það umfangsmikil að skatttekjur muni ekki koma til með að duga fyrir öllum nauðsynlegum vegaframkvæmdum á stuttum tíma og því verði að líta til einkafjármögnunar. Ólöf segir samgöngukerfið hafa það fram yfir margt annað og að þar sé hægt að blanda saman skattfé og einkafjármögnun, með samvinnu ríkisins og einkaframtaks. Rétt sé að líta til þessa til að ná fram auknu hagræði fyrir skattgreiðendur, eins og ráðherrann orðar það. Hugmyndin um lagningu Sundabrautar sé gott dæmi um þetta.Segir Ólöfu dusta rykið af gömlum hugmyndumKristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra segir að ráðherra sé að dusta rykið af gömlum hugmyndum og að það sé merkilegt að ráðherra skuli koma með þessar hugmyndir þegar svo stutt sé til kosninga. Hingað til hafi þessi málaflokkur verið sveltur í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Þetta hefur verið skoðað áður og í minni tíð sem samgönguráðherra var þetta komið ansi langt með helstu leiðirnar út úr Reykjavík með tvöföldun. En það ber auðvitað að hafa í huga að í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa verið sögulega lítil framlög til samgöngumála og vegaframkvæmda og get ekki annað en minnt líka á það að ennþá eru margir landshlutar með vonlaust vegakerfi, eins og á sunnanverðum Vestfjörðum, norðausturhorninu og fleiri stöðum þar sem á hreinlega eftir að byggja upp vegina. Fyrst og fremst myndi ég herja á innanríkisráðherra varðandi það að fá meiri framlög úr ríkissjóði til samgöngumála og þá er hægt að gera stórátak,“ segir Kristján. Kristján segir að hann hafi alltaf verið þeirrar hugmyndar að skoða þá leið að uppbygging og vegaframkvæmdir verði gerðar í gegnum einkaframkvæmd.Vaxtastigið í landinu getur eyðilagt hugmyndir um einkaframkvæmd„Það ber líka að hafa í huga það sem getur eyðilagt svona hugmyndir um einkaframkvæmd, það er í raun og veru bara vaxtastigið í landinu og allt að því vaxtaokur og síðan var það líka að þetta mætti mikilli andstöðu hjá sveitarstjórnarmönnum á þeim stöðum sem þetta var. En þetta eru sem sagt hugmyndir sem hafa verið skoðaðar alllengi í samgönguáætlun. Við ætluðum að gera þetta á erfiðleikatímanum, meðal annars til að skapa vinnu. Þetta var tekið fram í stöðugleikasamkomulagi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Eina sem gert var voru Vaðlaheiðargöng og þess ber að geta að við lendum í vandræðum með þau og með fjármögnun og þar voru fyrst og fremst vextirnir sem spiluðu stóran þátt í því.“ Kristján segir að best væri að notast við nútíma tækni til að innheimta veggjöld eins og gert er erlendis og að afnema ætti olíu- og bensíngjald. Jafnframt undrast hann að þessar tillögur innanríkisráðherra séu fyrst að koma fram núna þegar svona stutt er til kosninga. „Það er nú töluverð kosningalykt af þessu eins og ýmsu fleiru sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera núna á seinustu metrunum. Framlög til samgöngumála hafa aldrei verið eins lítil eins og í tíð þessarar ríkisstjórnar,“ segir Kristján.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira