Innlent

Reykræstu íbúð í Hvassaleitinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. vísir
Slökkviliðinu barst tilkynningu um klukkan 15:20 um talsvert mikinn reyk sem lagði frá íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi í Hvassaleiti. Ekki var vitað hvort einhverjir væru inn í íbúðinni svo tvær stöðvar voru sendar á staðinn.

Slökkviliðsmenn komust inn í íbúðina af svölum og reyndist enginn vera inni í íbúðinni. Eitthvað hafði hins vegar gleymst á eldavélinni og var mikill reykur í íbúðinni en enginn eldur. Slökkviliðið tók því til við að reykræsta og var rétt að ljúka við það nú rétt fyrir klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×