Enski boltinn

Mata: Varela spilar eins og hann hafi verið hjá United í áratug

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guillermo Varela hefur fengið fleiri tækifæri að undanförnu.
Guillermo Varela hefur fengið fleiri tækifæri að undanförnu. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ánægður með hvernig Úrúgvæinn ungi, Guillermo Varela, er að spila fyrir United þessa dagana.

Varela kom til United frá Penarol árið 2013 en hefur ekki fengið mörg tækifæri þar til á undanförnum vikum vegna meiðsla hjá liðinu.

Varela byrjaði síðustu tvo af þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að vera annað hvort ónotaður varamaður eða ekki í hópnum meiri hluta tímabilsins.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd því honum gengur vel í hægri bakverðinum,“ segir Juan Mata í viðtali við MUTV.

„Hann sækir fram völlinn, verst vel, er ákafur og er að spila eins og hann hafi ekki gert annað undanfarinn áratug.“

„Það er mjög erfitt fyrir unga menn að gera á Old Trafford. Hann er kappsfullur strákur sem er góður fyrir liðið og búningsklefann,“ segir Juan Mata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×