Rakarastofa í höfuðstöðvum NATO: „Reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynjanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2016 14:19 Frá jafnréttisráðstefnunni í höfuðstöðvum Nato. Vísir/Twitter „Við karlmenn eigum sjaldan frumkvæði í jafnréttismálum en við erum reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynanna,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu á jafnréttisráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag undir merkjum Rakarastofunnar. Í dag, 8. mars, er alþjóðlegi kvennadagurinn, en hugmyndin að baki ráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en fyrsta Rakarastofuráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en ætlunin er að halda Rakarastofur í öllum helstu alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Í opnunarávarpi sínu sagði Gunnar Bragi að jafnréttismál væru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Rakarastofuráðstefnan væri leið til að virkja karla í jafnréttisbaráttu. Gunnar Bragi sagði Atlantshafsbandalagið hafa lagt sitt af mörkum til að styðja konur, m.a. með því að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. En gera þyrfti mun betur, hvetja konur til aukinnar þátttöku í öryggis- og varnarmálum og til að sækjast eftir ábyrgðarstöðum í þeim. „Það er efnahagslegur og samfélagslegur ábati, það er hagur okkar allra að hafa konur með,” sagði Gunnar Bragi. Á meðal annarra þátttakenda í ráðstefnunni voru Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Marriet Schurmann, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra um málefni kvenna, friðar og öryggis, Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO og Gary Barker, baráttumaður fyrir kynjajafnrétti. Að lokinni Rakararáðstefnu ræddu fastafulltrúar bandalagsins jafnréttismál og hlutverk karla á fundi sem fastafulltrúi Íslands stjórnaði. Fyrir Rakarastofuráðstefnuna áttu Gunnar Bragi og Stoltenberg fund þar sem þeir ræddu um jafnréttismál og Rakararáðstefnuna. Þá ræddu þeir stöðu öryggis- og varnarmála í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Varsjá í júlí nk. og aukin framlög Íslands til varnarmála.@jensstoltenberg at Barbershop: We shld act on #genderequality every day, not just special occasions #HeForShe #IWD pic.twitter.com/VOyXhr8ajR— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 They support #genderequality @NATO #IWD2016 #HeForShe pic.twitter.com/Mlk3ERb1Po— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 Tengdar fréttir Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Við karlmenn eigum sjaldan frumkvæði í jafnréttismálum en við erum reiðubúnir að taka þátt í að jafna hlut kynanna,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu á jafnréttisráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag undir merkjum Rakarastofunnar. Í dag, 8. mars, er alþjóðlegi kvennadagurinn, en hugmyndin að baki ráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en fyrsta Rakarastofuráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en ætlunin er að halda Rakarastofur í öllum helstu alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Í opnunarávarpi sínu sagði Gunnar Bragi að jafnréttismál væru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Rakarastofuráðstefnan væri leið til að virkja karla í jafnréttisbaráttu. Gunnar Bragi sagði Atlantshafsbandalagið hafa lagt sitt af mörkum til að styðja konur, m.a. með því að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. En gera þyrfti mun betur, hvetja konur til aukinnar þátttöku í öryggis- og varnarmálum og til að sækjast eftir ábyrgðarstöðum í þeim. „Það er efnahagslegur og samfélagslegur ábati, það er hagur okkar allra að hafa konur með,” sagði Gunnar Bragi. Á meðal annarra þátttakenda í ráðstefnunni voru Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Marriet Schurmann, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra um málefni kvenna, friðar og öryggis, Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO og Gary Barker, baráttumaður fyrir kynjajafnrétti. Að lokinni Rakararáðstefnu ræddu fastafulltrúar bandalagsins jafnréttismál og hlutverk karla á fundi sem fastafulltrúi Íslands stjórnaði. Fyrir Rakarastofuráðstefnuna áttu Gunnar Bragi og Stoltenberg fund þar sem þeir ræddu um jafnréttismál og Rakararáðstefnuna. Þá ræddu þeir stöðu öryggis- og varnarmála í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í Varsjá í júlí nk. og aukin framlög Íslands til varnarmála.@jensstoltenberg at Barbershop: We shld act on #genderequality every day, not just special occasions #HeForShe #IWD pic.twitter.com/VOyXhr8ajR— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016 They support #genderequality @NATO #IWD2016 #HeForShe pic.twitter.com/Mlk3ERb1Po— BarberShopConference (@BarberShopConf) March 8, 2016
Tengdar fréttir Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11
Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06
Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. 13. desember 2014 22:13