Enski boltinn

Tvö töpuð stig hjá Charlton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton.
Jóhann Berg í leik með Charlton. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton er liðið gerði markalaust jafntefli gegn MK Dons í miklum fallslag í ensku B-deildinni.

Charlton er í næstneðsta sæti deildarinnar með 28 stig en Dons er í sætinu fyrir ofan fallið með 35 stig. Þarna fóru stig sem Charlton þurfti sárlega á að halda.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gat ekki leikið með Cardiff í kvöld vegna meiðsla er það tapaði, 0-2, gegn Leeds. Cardiff í sjöunda sæti deildarinnar en Leeds í því sautjánda.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Wolves sem lagði Bristol City, 2-1. Wolves siglir lygnan sjó í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×