Fótbolti

Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Albert Einstein kom við sögu á blaðamannafundi í Annecy í morgun.
Albert Einstein kom við sögu á blaðamannafundi í Annecy í morgun.
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvernig liðið hagaði undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn, hvort hann ætti einhver brögð uppi í erminni.

„Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar. Ég veit ekki hversu mikið þeir fá út úr því,“ sagði Lars. Hann sagði marga góða karaktera í íslenska hópnum og minntist á liðsfund á hótelinu í gær.

„Nokkrir stigu fram og sögðust ekki vera saddir,“ sagði Lars. Allir væru að hjálpast að og framlag væri mikið á æfingum. Liðið væri ekki orðið satt og vildi sýna meira í sóknarleiknum.

„Við tókum framfaraskref gegn Austurríki og viljum gera meira.“ 

Hér er smáhundur að elta nashyrning. Hvort þetta er myndin sem strákarnir eru með uppi á herbergi liggur ekki fyrir.
Smáhundur að hlaupa á eftir nashyrningi

Svíinn var spurður um dæmi um kvót sem hann nýtti á fundum með leikmönnum. Lars tók kvót frá Albert Einstein sem dæmi.

„If you can’t explain it in a simple way, you don’t understand it well“ sem mætti þýða: „Ef þú getur ekki útskýrt eitthvað á einfaldan hátt þá hefurðu ekki góðan skilning á því.“

Theodór Elmar var spurður út í hvort einhver kvót væru sérstaklega eftirminnileg. Elmar minntist á kvótið í Einstein og bætti við að strákarnir væru með mynd á veggnum af litlum hundi að elta nashyrning sem uppskar bros hjá fundargestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×