Skólameistari Flensborgar: „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:38 Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Vísir/Anton Brink Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“ Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“
Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
„Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30
Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00
Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00