Skólameistari Flensborgar: „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:38 Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Vísir/Anton Brink Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“ Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“
Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30
Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00
Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00