Phelps jafnaði 2.168 ára gamalt Ólympíumet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2016 10:30 Phelps er besti íþróttamaður allra tíma að margra mati. vísir/getty Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists. Phelps er sigursælasti Ólympíufari allra tíma með 21 gull í pokanum sínum. Þeim gæti síðan fjölgað í nótt. Alls á hann 25 verðlaun frá Ólympíuleikum en hann er minna í þvi að fá silfur og brons. Tólf af þessum gullum eru fyrir sigur í einstaklingskeppni og búið er að finna út þá stórkostlegu staðreynd að hann sé þar með búinn að jafna 2.168 ára gamalt met. Það met hefur verið í eigu Leonidas frá Rhodes en hann var mikill íþróttakappi á sínum tíma. Leonidas var spretthlaupari og átti enginn roð í hann.Phelps með enn eitt gullið.vísir/gettyHaldið er vel utan um öll gögn um sögu Ólympíuleikanna eins langt og hægt er. Á leikunum 164 fyrir Krist þá fór Leonidas mikinn. Þá vann hann spretthlaupið um leikvanginn en það var um 200 metra hlaup. Leonidas var líka fyrstur í tvöföldu hlaupi inn á vellinum. Hann vann einnig mjög sérstakt hlaup þar sem menn voru með hjálma og báru þungan skjöld til þess að gera hlaupið erfiðara. Leonidas vann aftur þrjú gull á leikunum 160 fyrir Krist sem og á næstu tveimur leikum eftir það. Bestur á fjórum leikum í röð rétt eins og Phelps. Leonidas hefur verið mikil stjarna á sínum tíma enda voru greinarnar hans með þeim vinsælustu. Það er aðdáunarvert að Leonidas hafi haldið þessu meti sínu í allan þennan tíma og áttu líklega fáir von á því að það yrði slegið. Nú eru líkur á því að hann missi það alfarið í hendur Michael Phelps frá Baltimore sem hefur tvö tækifæri í viðbót til þess að næla í annað gull. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30 Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30 Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18 Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists. Phelps er sigursælasti Ólympíufari allra tíma með 21 gull í pokanum sínum. Þeim gæti síðan fjölgað í nótt. Alls á hann 25 verðlaun frá Ólympíuleikum en hann er minna í þvi að fá silfur og brons. Tólf af þessum gullum eru fyrir sigur í einstaklingskeppni og búið er að finna út þá stórkostlegu staðreynd að hann sé þar með búinn að jafna 2.168 ára gamalt met. Það met hefur verið í eigu Leonidas frá Rhodes en hann var mikill íþróttakappi á sínum tíma. Leonidas var spretthlaupari og átti enginn roð í hann.Phelps með enn eitt gullið.vísir/gettyHaldið er vel utan um öll gögn um sögu Ólympíuleikanna eins langt og hægt er. Á leikunum 164 fyrir Krist þá fór Leonidas mikinn. Þá vann hann spretthlaupið um leikvanginn en það var um 200 metra hlaup. Leonidas var líka fyrstur í tvöföldu hlaupi inn á vellinum. Hann vann einnig mjög sérstakt hlaup þar sem menn voru með hjálma og báru þungan skjöld til þess að gera hlaupið erfiðara. Leonidas vann aftur þrjú gull á leikunum 160 fyrir Krist sem og á næstu tveimur leikum eftir það. Bestur á fjórum leikum í röð rétt eins og Phelps. Leonidas hefur verið mikil stjarna á sínum tíma enda voru greinarnar hans með þeim vinsælustu. Það er aðdáunarvert að Leonidas hafi haldið þessu meti sínu í allan þennan tíma og áttu líklega fáir von á því að það yrði slegið. Nú eru líkur á því að hann missi það alfarið í hendur Michael Phelps frá Baltimore sem hefur tvö tækifæri í viðbót til þess að næla í annað gull.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30 Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30 Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18 Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30
Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30
Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18
Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33