Innlent

Leiðtogar stjórnar og stjórnarandstöðu ræða kjördag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nú stendur yfir fundur leiðtoga ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu.
Nú stendur yfir fundur leiðtoga ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Vísir/Friðrik Þór
Nú stendur yfir fundur leiðtoga ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu þar sem rædd verða þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. Hófst fundurinn klukkan fjögur.

Viðstaddir fundinn eru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að forsætisráðherra og fjármálaráðherra myndu hitta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag og meðal annars fara yfir það hvenær þingkosningar fari fram. Þrátt fyrir að boðað hafi til kosninga í haust hefur ríkt óvissa um hvenær þær verði haldnar.

„Við munum ræða fyrirkomulag þingstarfanna og reyna ná samstöðu um það. Hluti af því verður að reyna að finna sameiginlega sýn á það hvenær eigi að kjósa,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær.

Alþingi kemur aftur saman eftir sumarleyfi á mánudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×