Handtekin með kíló af kókaíni á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 21:27 Golfsettin fjögur í Leifsstöð áður en konurnar fjórar héldu í ævintýraferð til Cancun. Rúmlega fertug íslensk kona sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada frá 18. desember mun næst koma fyrir dómara þann 19. febrúar. Þetta staðfestir Louise Savard, fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Hún er ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í fórum hennar. Vísir greindi frá málinu í morgun sem er hið undarlegasta. Konan plataði þrjár vinkonur sínar í ókeypis ferðalag til Cancun í Mexíkó í nóvember en flest bendir til þess að þær hafi, ómeðvitað, átt að gegna hlutverki burðardýra. Fengu þær óvænt golfsett í hendurnar í Leifsstöð fyrir brottför en engin þeirra spilar golf.Leið kvennanna lá frá Reykjavík til Toronto og þaðan til Cancun í Mexíkó. Þær fluttu þó aðeins golfsett til Mexíkó en flúðu þaðan logandi hræddar.VísirHittu mann með sex ára fíkniefnadóm á bakinu Í Mexíkó kveiktu vinkonurnar á perunni að ekki væri allt með felldu. Hittu þær meðal annars fyrir íslenska mann, búsettan í Mexíkó, sem sýndi golfsettunum áhuga. Sá hefur hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir brot á fíkniefnalögum. Konurnar héldu óttaslegnar heim til Íslands fyrr en áætlað var. Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar til Íslands, golfsett, hefði verið stöðvuð í Kanada. Hélt hún til Kanada til að veita sækja golfsettið. Eftir að hafa sótt golfsettið og á leiðinni í flug aftur til Íslands var hún handtekin. Lagt var hald á aðra póstsendingu í hennar nafni en aftur var um golfsett að ræða. Alls fundust 974 grömm í golfkylfunum.Frí skemmtireisa til Cancun breyttist í martraðarkennda skelfingu, þegar konurnar voru orðnar sannfærðar um að nota ætti þær sem burðardýr.VísirLangt varðhald framundan Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í 55 daga og kemur næst fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku. Málið var í fyrstu unnið í samvinnu lögreglunnar í Kanada og Íslandi. Kanadíska lögreglan fer nú með rannsókn málsins. Reikna má með því að meðferð málsins ytra geti tekið fleiri vikur áður en dómur fellur í málinu. Tengdar fréttir Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31 Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Rúmlega fertug íslensk kona sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada frá 18. desember mun næst koma fyrir dómara þann 19. febrúar. Þetta staðfestir Louise Savard, fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Hún er ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í fórum hennar. Vísir greindi frá málinu í morgun sem er hið undarlegasta. Konan plataði þrjár vinkonur sínar í ókeypis ferðalag til Cancun í Mexíkó í nóvember en flest bendir til þess að þær hafi, ómeðvitað, átt að gegna hlutverki burðardýra. Fengu þær óvænt golfsett í hendurnar í Leifsstöð fyrir brottför en engin þeirra spilar golf.Leið kvennanna lá frá Reykjavík til Toronto og þaðan til Cancun í Mexíkó. Þær fluttu þó aðeins golfsett til Mexíkó en flúðu þaðan logandi hræddar.VísirHittu mann með sex ára fíkniefnadóm á bakinu Í Mexíkó kveiktu vinkonurnar á perunni að ekki væri allt með felldu. Hittu þær meðal annars fyrir íslenska mann, búsettan í Mexíkó, sem sýndi golfsettunum áhuga. Sá hefur hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir brot á fíkniefnalögum. Konurnar héldu óttaslegnar heim til Íslands fyrr en áætlað var. Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar til Íslands, golfsett, hefði verið stöðvuð í Kanada. Hélt hún til Kanada til að veita sækja golfsettið. Eftir að hafa sótt golfsettið og á leiðinni í flug aftur til Íslands var hún handtekin. Lagt var hald á aðra póstsendingu í hennar nafni en aftur var um golfsett að ræða. Alls fundust 974 grömm í golfkylfunum.Frí skemmtireisa til Cancun breyttist í martraðarkennda skelfingu, þegar konurnar voru orðnar sannfærðar um að nota ætti þær sem burðardýr.VísirLangt varðhald framundan Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í 55 daga og kemur næst fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku. Málið var í fyrstu unnið í samvinnu lögreglunnar í Kanada og Íslandi. Kanadíska lögreglan fer nú með rannsókn málsins. Reikna má með því að meðferð málsins ytra geti tekið fleiri vikur áður en dómur fellur í málinu.
Tengdar fréttir Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31 Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31
Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00