Innlent

Tilkynnt um reyk í hvalaskoðunarbáti fyrir utan Húsavík

Atli Ísleifsson skrifar
Húsavík.
Húsavík. Vísir/Pjetur
Tilkynnt var um reyk í hvalaskoðunarbáti á Húsavík fyrir skemmstu, en báturinn var staddur um tvær sjómílur út frá Húsavík.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg voru 33 farþegar og tveggja manna áhöfn um borð.

„Björgunarsveitir voru kallaðar út og vegna alvarleika málsins var samhæfðingastöð almannavarna virkjuð. Áhöfn bátsins tókst að sigla honum undir eigin vélarafli til hafnar og engan sakaði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×