Innlent

Fótbrotnaði við klettaklifur á Ströndum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarmenn drógu bílinn á þurrt og fluttu fólkið að Mývatni.
Björgunarmenn drógu bílinn á þurrt og fluttu fólkið að Mývatni. Vísir
Ung kona hlaut opið fótbrot er hún féll í Krossnesi á Ströndum á áttunda tímanum í kvöld en þar var hún við klettaklifur.

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi komu konunni til aðstoðar og hlúðu að henni þar til sjúkrabíll frá Hólmavík kom á vettvang en um 90 mínútna akstur er frá Hólmavík á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×