„Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 12:30 Grasbrekkan undir Löngu sem Hulda vill halda ósnertu á meðan Árni sér fyrir sér strönd á pari við Mallorca á góðviðrisdögum. Mynd/Hulda Sig „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“ Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“
Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33