„Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 12:30 Grasbrekkan undir Löngu sem Hulda vill halda ósnertu á meðan Árni sér fyrir sér strönd á pari við Mallorca á góðviðrisdögum. Mynd/Hulda Sig „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“ Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“
Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33