Forsetinn á Hólahátíð: Hyggst ekki leggja fólki línur í trúmálum Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2016 08:17 Guðni Th. Jóhannesson forseti í Auðunarstofu á Hólum ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, og vígslubiskupi Hólastiftis, Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Mynd/Forseti.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að í embætti sínu sem forseta Íslands muni hann ekki að leggja fólki línur í trúmálum. Guðni ræddi stöðu sína utan trúfélaga á Hólahátíð um helgina og sagðist standa þar í góðri sátt við guð og menn. Á Hólahátíð var þess minnst að 350 ár séu liðin frá því Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komu fyrst á prent. Forsetinn fjallaði í ávarpi sínu um nýjan skilning sagnfræðinga á kristnitöku og siðaskiptum á Íslandi, auk þess sem hann ræddi kveðskap Hallgríms og áréttaði gildi mannúðar og kærleika í samfélaginu.Fækkun í þjóðkirkjunni Guðni sagði í ræðu sinni að í nýlegri skoðanakönnun kvaðst rétt rúmur helmingur aðspurðra á Íslandi telja sig trúaðan. „Sífellt fækkar fólki í þjóðkirkjunni og nú er svo komið, í fyrsta sinn í sögunni, að forseti Íslands tilheyrir henni ekki.“ Sagði hann að í aðdraganda forsetakjörsins hafi staða sín utan þjóðkirkjunnar komið nokkuð til tals og að þess misskilnings hafi gætt að forseti Íslands væri sjálfkrafa sérstakur verndari hennar. „Það er ofmælt þótt í 62. grein stjórnarskrárinnar segi að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Í næstu grein er trúfrelsi aftur á móti tryggt, að allir megi iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu og litlu síðar segir að allir séu jafnir fyrir lögum án tillits til trúarbragða,“ sagði Guðni.Guðni flytur ræðu sína á Hólum í Hjaltadal.Mynd/Forseti.isTrúmál blessunarlega ekki að bitbeini Forsetinn sagði að blessunarlega hafi trúmál ekki orðið að bitbeini að heitið geti í forsetakosningunum. „Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, staðfesti jafnframt að þeim loknum að staða mín utan trúfélaga ætti ekki að valda þjóðkirkjunni vandræðum. Víðsýni og umburðarlyndi hljóta að vera farsæl leiðarljós.“ Segist hann í embætti forseta ekki ætla að leggja fólki línur í trúmálum. „Á mínum fræðimannsferli hef ég talið að efahyggja sé af hinu góða í heimi sagnfræðinnar, að hin eina rétta og endanlega útgáfa sögunnar verði aldrei samin. Ég er samt þeirrar skoðunar að við getum komist að óumdeildum staðreyndum um liðna tíð, að frásagnir síðari tíma séu ekki bara sjónarhorn hvers og eins, háðar efnum og aðstæðum. Ég vil með öðrum orðum hafa fast land undir fótum, trausta undirstöðu, klett ef svo má að orði komast. Kannski hefur sú fræðilega sannfæring ráðist af sýn minni á líf, tilveru og trú. Þar vil ég líka eiga haldreipi. Ég trúi á almætti, skapara og endurfundi við þá sem hafa kvatt þetta jarðríki. Þessa lífssýn má eflaust rekja til kaþólsks uppeldis en líka til seinna skeiðs á ævi minni sem fól í sér efa, reiði og uppgjöf en síðan ígrundun og niðurstöðu,“ sagði Guðni.Guðni Th. Jóhannesson heilsar upp á hátíðargesti.Mynd/Forseti.isVill leggja góðum málum lið Guðni segist vilja leggja góðum málum lið á þeim tíma sem hann gegnir embætti forseta, með þjóðkirkjunni og hennar þjónum ef svo ber undir. „Kennivald kirkjunar fer þverrandi, refsivöndurinn er löngu horfinn. Þjónar hennar munu ekki halda uppi aga, röð og reglu í samfélaginu með sama hætti og þeir gerðu eða reyndu að gera fyrr á öldum. En annað breytist ekki. Þannig munu sálmar Hallgríms Péturssonar, sem við minnumst nú, örugglega lifa áfram með okkur.“Sagði sig í kyrrþey úr kaþólsku kirkjunni Varðandi afstöðu sína í trúmálum rifjaði Guðni upp orð sín í aðdraganda forsetakjörsins um að á Íslandi ríki trúfrelsi og að landslög væru öllum trúarbrögðum æðri. „Þeir sem ekki sætta sig við það eiga ekkert erindi í okkar samfélagi. Sjálfur var ég skírður til kaþólskrar trúar, fermdur í kaþólskum sið en missti barnatrúna við andlát föður míns þegar ég var á unglingsárum. Smám saman öðlaðist ég á ný trú á almættið og hið góða í heiminum. Slæleg viðbrögð kaþólsku kirkjunnar við skýrum ásökunum um glæpi innan hennar urðu til þess að ég sagði mig í kyrrþey úr henni. Nú stend ég því utan trúfélaga í góðri sátt við guð og menn. Börn mín eru skírð og tilheyra kristinni kirkju. Mín kristnu mannúðargildi má draga saman í upphafsorðum Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“,“ sagði forsetinn á Hólahátíð. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að í embætti sínu sem forseta Íslands muni hann ekki að leggja fólki línur í trúmálum. Guðni ræddi stöðu sína utan trúfélaga á Hólahátíð um helgina og sagðist standa þar í góðri sátt við guð og menn. Á Hólahátíð var þess minnst að 350 ár séu liðin frá því Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komu fyrst á prent. Forsetinn fjallaði í ávarpi sínu um nýjan skilning sagnfræðinga á kristnitöku og siðaskiptum á Íslandi, auk þess sem hann ræddi kveðskap Hallgríms og áréttaði gildi mannúðar og kærleika í samfélaginu.Fækkun í þjóðkirkjunni Guðni sagði í ræðu sinni að í nýlegri skoðanakönnun kvaðst rétt rúmur helmingur aðspurðra á Íslandi telja sig trúaðan. „Sífellt fækkar fólki í þjóðkirkjunni og nú er svo komið, í fyrsta sinn í sögunni, að forseti Íslands tilheyrir henni ekki.“ Sagði hann að í aðdraganda forsetakjörsins hafi staða sín utan þjóðkirkjunnar komið nokkuð til tals og að þess misskilnings hafi gætt að forseti Íslands væri sjálfkrafa sérstakur verndari hennar. „Það er ofmælt þótt í 62. grein stjórnarskrárinnar segi að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Í næstu grein er trúfrelsi aftur á móti tryggt, að allir megi iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu og litlu síðar segir að allir séu jafnir fyrir lögum án tillits til trúarbragða,“ sagði Guðni.Guðni flytur ræðu sína á Hólum í Hjaltadal.Mynd/Forseti.isTrúmál blessunarlega ekki að bitbeini Forsetinn sagði að blessunarlega hafi trúmál ekki orðið að bitbeini að heitið geti í forsetakosningunum. „Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, staðfesti jafnframt að þeim loknum að staða mín utan trúfélaga ætti ekki að valda þjóðkirkjunni vandræðum. Víðsýni og umburðarlyndi hljóta að vera farsæl leiðarljós.“ Segist hann í embætti forseta ekki ætla að leggja fólki línur í trúmálum. „Á mínum fræðimannsferli hef ég talið að efahyggja sé af hinu góða í heimi sagnfræðinnar, að hin eina rétta og endanlega útgáfa sögunnar verði aldrei samin. Ég er samt þeirrar skoðunar að við getum komist að óumdeildum staðreyndum um liðna tíð, að frásagnir síðari tíma séu ekki bara sjónarhorn hvers og eins, háðar efnum og aðstæðum. Ég vil með öðrum orðum hafa fast land undir fótum, trausta undirstöðu, klett ef svo má að orði komast. Kannski hefur sú fræðilega sannfæring ráðist af sýn minni á líf, tilveru og trú. Þar vil ég líka eiga haldreipi. Ég trúi á almætti, skapara og endurfundi við þá sem hafa kvatt þetta jarðríki. Þessa lífssýn má eflaust rekja til kaþólsks uppeldis en líka til seinna skeiðs á ævi minni sem fól í sér efa, reiði og uppgjöf en síðan ígrundun og niðurstöðu,“ sagði Guðni.Guðni Th. Jóhannesson heilsar upp á hátíðargesti.Mynd/Forseti.isVill leggja góðum málum lið Guðni segist vilja leggja góðum málum lið á þeim tíma sem hann gegnir embætti forseta, með þjóðkirkjunni og hennar þjónum ef svo ber undir. „Kennivald kirkjunar fer þverrandi, refsivöndurinn er löngu horfinn. Þjónar hennar munu ekki halda uppi aga, röð og reglu í samfélaginu með sama hætti og þeir gerðu eða reyndu að gera fyrr á öldum. En annað breytist ekki. Þannig munu sálmar Hallgríms Péturssonar, sem við minnumst nú, örugglega lifa áfram með okkur.“Sagði sig í kyrrþey úr kaþólsku kirkjunni Varðandi afstöðu sína í trúmálum rifjaði Guðni upp orð sín í aðdraganda forsetakjörsins um að á Íslandi ríki trúfrelsi og að landslög væru öllum trúarbrögðum æðri. „Þeir sem ekki sætta sig við það eiga ekkert erindi í okkar samfélagi. Sjálfur var ég skírður til kaþólskrar trúar, fermdur í kaþólskum sið en missti barnatrúna við andlát föður míns þegar ég var á unglingsárum. Smám saman öðlaðist ég á ný trú á almættið og hið góða í heiminum. Slæleg viðbrögð kaþólsku kirkjunnar við skýrum ásökunum um glæpi innan hennar urðu til þess að ég sagði mig í kyrrþey úr henni. Nú stend ég því utan trúfélaga í góðri sátt við guð og menn. Börn mín eru skírð og tilheyra kristinni kirkju. Mín kristnu mannúðargildi má draga saman í upphafsorðum Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“,“ sagði forsetinn á Hólahátíð.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira