Innlent

Í beinni: Fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar sem gerir þeim sem ekki eiga fasteign kleift að nýta sér séreignarsparnað skattfrjálst við kaup á fyrstu eign. Rætt verður við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra um málið en samhliða frumvarpi um stuðning við kaup á fyrstu íbúið verður lagt fram frumvarp um minna vægi verðtryggingar.

Þá kynnum við okkur einnig gjaldfrjálsan leikskóla í Súðavíkurhreppi en verkefnið hefur gengið afar vel og hefur börnum fjölgað nokkuð í skólanum undanfarið. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×