Enski boltinn

Ekkert lið tapar niður forskoti oftar en Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drengjum Klopp gengur illa að halda forystu í leikjum.
Drengjum Klopp gengur illa að halda forystu í leikjum. vísir/getty
Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool í vetur og ein aðalástæðan er sú hversu illa liðinu gengur að halda forystu í leikjum.

Um síðustu helgi sáum við liðið fá á baukinn gegn Southampton og tapa eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Alls sjö sinnum hefur Liverpool ekki náð að klára leiki þar sem liðið hefur náð forskoti. Það er oftar en öll önnur lið í ensku úrvalsdeildinni.

Allt byrjaði þetta 20. september á síðasta ári er liðið missti 1-0 forskot gegn Norwich niður í 1-1 jafntefli. Sama kom fyrir gegn Everton í upphafi október.

25. október náði Sadio Mane að jafna fyrir Southampton og bjarga 1-1 jafntefli. Hann átti eftir að gera gott betur í vetur.

13. desember gerði Liverpool 2-2 jafntefli gegn WBA eftir að hafa komist yfir og mánuði síðar gerði liðið 3-3 jafntefli við Arsenal.

6. febrúar komst liðið 2-0 yfir gegn Sunderland en missti það niður og svo loks um síðustu helgi tapaði liðið leiknum gegn Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×