Innlent

Vilja flýta uppbyggingu innviða á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Nefnd sem vann aðgerðaráætlun á svið samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði leggur áherslu á að flýta þurfi uppbygginu innviða á Vestfjörðum. Markvisst þurfi að vinna að því að gera svæðið samkeppnishæft við aðra landshluta sem búsetukost, fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði og í samgöngum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu en nefndin hefur skilað ríkisstjórn Íslands skýrslu. Skýrsluna má sjá hér neðst í fréttinni.

Þar kemur fram að „skortur á sterkum innviðum hafi staðið fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir þrifum á Vestfjörðum og þar sem nútímasamskiptatækni skorti sé landshlutinn í verri samkeppnisstöðu til að laða að yngra fólk til búsetu.“

Sjá einnig: Vilja afslátt af námslánum til Vestfirðinga

Nefndin leggur til að áhersla verði lögð á eflingu innviða á Vestfjörðum á sviði orku, samgangna og fjarskipta. Þá skapi styttri vegalengdir milli byggðakjarna og öruggari vegir „möguleika til mótunar stærri og lífvænlegri atvinnu- og búsetusvæða. Öryggi í orkumálum, bættar samgöngur og bætt fjarskipti ásamt framboði á góðri menntun og tryggri heilbrigðisþjónustu séu allt þættir sem veita fólki á öllum aldri öryggi og bæti búsetuskilyrði. Þættir sem þyki hluti af sjálfsögðum lífsgæðum í nútímasamfélögum verði að vera til staðar á Vestfjörðum eigi atvinnulíf og samfélag þar að geta dafnað.“

Þá leggur nefndin til að áhersla verð lögð á fjóra þætti: Fjölgun íbúa, fjölgun starfa, nýta sóknarfæri og auka þannig verðmætasköpun. Þá segir nefndin að treysta eigi byggð með eflingu innviða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×