Innlent

Fimm mál á borði neyðarmóttökunnar eftir helgina

Birgir Olgeirsson skrifar
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi.
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi. vísir/vilhelm
Fimm mál komu inn á borð neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi yfir verslunarmannahelgina. Fjögur þeirra áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu og eitt sem ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um en að það átti sér ekki stað á útihátíð.

Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttökunni sýnir reynslan þar á bæ að undanfarin ár hafi margir leitað þangað í vikunni eftir verslunarmannahelgina. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×