Innlent

Féll af hjóli ofan Reykjavíkur og slasaðist á öxl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á þessari stundu er björgunarsveitir á leið á staðinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Á þessari stundu er björgunarsveitir á leið á staðinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru á leið til aðstoðar konu á Jaðrinum, vinsælli fjallahjólaleið ofan Reykjavíkur. Þar féll ung kona af hjóli sínu og slasaðist á öxl.

Björgunarsveitar- og sjúkraflutningamenn eru komnir á slysstað og munu flytja hina slösuðu um þriggja kílómetra torfæra leið til móts við sjúkrabíl.

Jaðarinn er um 20 kílómetra hjólaleið sem liggur frá Bláfjallaleið niður að Elliðarárvatni.

Powered by Wikiloc



Fleiri fréttir

Sjá meira


×