Orð Biblíunnar vöktu ótta meðal Íslendinga þegar þeir héldu þau koma úr Kóraninum - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Nokkrir vegfarendur voru spurðir hvað þeim þykir um fyrirmæli Kóransins - en í raun komu þau úr Biblíunni. Vísir „Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira