Vilja að herstöðin í Keflavík verði opnuð á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2016 21:20 Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna herstöðina í Keflavík í nýrri skýrslu. vísir/Vilhelm Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja. Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja.
Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59