Rannsókn á amfetamínsmygli teygir sig til Hollands Snærós Sindradóttir skrifar 21. desember 2016 06:30 Rannsókn lögreglu beinist meðal annars út fyrir landsteinana, til Hollands. vísir/ernir Tveir menn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um innflutning á fjórum kílóum af amfetamíni og töluverðu magni stera fyrr í þessum mánuði. Búið er að sleppa þremur öðrum sem þó eru enn taldir tengjast málinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að fjórir menn væru í gæsluvarðhaldi grunaðir um smyglið. Þá var búið að sleppa einum manni í málinu en upphaflega voru fimm handteknir. Tveir mannanna starfa hjá lífeindafyrirtæki í Reykjavík, sá þriðji er fasteignasali, sá fjórði selur fæðubótarefni og sá fimmti vinnur hjá póstinnflutningsfyrirtæki sem talið er að hafi verið notað til að flytja efnin inn. Sölumaður fæðubótarefnanna og starfsmaður póstinnflutningsfyrirtækisins eru enn í haldi lögreglu. Gæsluvarðhald yfir þeim var framlengt og gildir fram á Þorláksmessu. Mennirnir eru báðir fæddir árið 1993. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði rannsókn á innflutningi efnanna staðið yfir í þó nokkurn tíma. Er sendingin barst til landsins skipti lögregla efnunum út fyrir gerviefni og kom fyrir upptökutæki til að fylgjast með og ná öllum málsaðilum. Rannsókn lögreglu á málinu miðar ágætlega en hún er umfangsmikil og er meðal annars unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld í Hollandi. Holland hefur komið mikið við sögu í innflutningi fíkniefna undanfarin ár. Hald var lagt á mjög stóra sendingu í Norrænu í september í fyrra en þá voru handteknir tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Málið vakti mikla athygli vegna greindarskerðingar annars Hollendingsins í málinu sem var á hálfgerðum vergangi í Reykjavík um síðustu jól enda í farbanni. Þá vakti athygli mál hollenskra mæðgna sem komu hingað til lands með mikið magn fíkniefna. Móðirin í því máli veitti lögreglu ítarlegar upplýsingar um skipuleggjendur smyglsins en hlaut eftir sem áður þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Margra vikna rannsókn leiddi til handtöku fimm manna Gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um smygl á amfetamíni og sterum rennur út í dag. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir þeirra hafa stundað vaxtarrækt. Húsleit var gerð á vinnustöðum mannanna. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Tveir menn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um innflutning á fjórum kílóum af amfetamíni og töluverðu magni stera fyrr í þessum mánuði. Búið er að sleppa þremur öðrum sem þó eru enn taldir tengjast málinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að fjórir menn væru í gæsluvarðhaldi grunaðir um smyglið. Þá var búið að sleppa einum manni í málinu en upphaflega voru fimm handteknir. Tveir mannanna starfa hjá lífeindafyrirtæki í Reykjavík, sá þriðji er fasteignasali, sá fjórði selur fæðubótarefni og sá fimmti vinnur hjá póstinnflutningsfyrirtæki sem talið er að hafi verið notað til að flytja efnin inn. Sölumaður fæðubótarefnanna og starfsmaður póstinnflutningsfyrirtækisins eru enn í haldi lögreglu. Gæsluvarðhald yfir þeim var framlengt og gildir fram á Þorláksmessu. Mennirnir eru báðir fæddir árið 1993. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði rannsókn á innflutningi efnanna staðið yfir í þó nokkurn tíma. Er sendingin barst til landsins skipti lögregla efnunum út fyrir gerviefni og kom fyrir upptökutæki til að fylgjast með og ná öllum málsaðilum. Rannsókn lögreglu á málinu miðar ágætlega en hún er umfangsmikil og er meðal annars unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld í Hollandi. Holland hefur komið mikið við sögu í innflutningi fíkniefna undanfarin ár. Hald var lagt á mjög stóra sendingu í Norrænu í september í fyrra en þá voru handteknir tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Málið vakti mikla athygli vegna greindarskerðingar annars Hollendingsins í málinu sem var á hálfgerðum vergangi í Reykjavík um síðustu jól enda í farbanni. Þá vakti athygli mál hollenskra mæðgna sem komu hingað til lands með mikið magn fíkniefna. Móðirin í því máli veitti lögreglu ítarlegar upplýsingar um skipuleggjendur smyglsins en hlaut eftir sem áður þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Margra vikna rannsókn leiddi til handtöku fimm manna Gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um smygl á amfetamíni og sterum rennur út í dag. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir þeirra hafa stundað vaxtarrækt. Húsleit var gerð á vinnustöðum mannanna. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Margra vikna rannsókn leiddi til handtöku fimm manna Gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um smygl á amfetamíni og sterum rennur út í dag. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir þeirra hafa stundað vaxtarrækt. Húsleit var gerð á vinnustöðum mannanna. 16. desember 2016 07:00