Ljóð Sigurðar Pálssonar seljast og seljast og seljast og seljast Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 15:01 Sigurður Pálsson er að upplifa það nú á efri árum að selja ljóð sín í stórum stíl og árita baki í brotnu. visir/stefán „Það er fáheyrt að nýútkomin ljóðabók blandi sér í metsölubókaslaginn en sú er raunin með Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson sem er langsöluhæsta ljóðabókin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Þetta sætir tíðindum. Ljóðið ratar til sinna, er stundum sagt, af mikilli hógværð en þá er vísað til þess að þau séu ekki engin sérstök markaðsvara. Hins vegar brá svo við að fyrsta prentun bókar Sigurðar seldist upp og var bók hans endurprentuð í enn stærra viðbótarupplag en dæmi eru um þegar ljóðabækur eiga í hlut. Nú er önnur prentun að klárast og verið að undirbúa þriðju prentun. „Á bókamessunni í Hörpunni varð atgangur í öskjunni þegar Sigurður áritaði bókina fyrir kaupendur báða daga messunnar og má segja að röð hafi verið útúr dyrum Hörpunnar þegar Sigurður sat við og áritaði. Birgðirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þurfti í tvígang á neyðarsendingum á bókum að halda, slík var eftirspurnin,“ segir Egill Örn.Þeir Forlags-feðgar eru ánægðir með gott gengi síns manns.Egill bendir jafnframt á að bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda og sögð meistaraverk. Bókin kemur út við sérstakar aðstæður en eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldið þá glímir hann við ólæknandi krabbamein. Mörg ljóðanna fjalla um þá stöðu að standa frammi fyrir dauðanum en höfundur gerir það á sinn fallega hátt og lofsyngur ekki síður lífið og kærleikann í bókinni. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi Forlagsins er ánægður: „Fátt getur glatt mig meira en einstæðar móttökur við ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Leið okkar í útgáfunni hefur legið saman frá og með hans annarri bók og samstarfið alltaf verið einstaklega ánægjulegt enda leitun að betri manni og skáldi en Sigurði. Hann er einstakur öðlingsdrengur.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er fáheyrt að nýútkomin ljóðabók blandi sér í metsölubókaslaginn en sú er raunin með Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson sem er langsöluhæsta ljóðabókin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Þetta sætir tíðindum. Ljóðið ratar til sinna, er stundum sagt, af mikilli hógværð en þá er vísað til þess að þau séu ekki engin sérstök markaðsvara. Hins vegar brá svo við að fyrsta prentun bókar Sigurðar seldist upp og var bók hans endurprentuð í enn stærra viðbótarupplag en dæmi eru um þegar ljóðabækur eiga í hlut. Nú er önnur prentun að klárast og verið að undirbúa þriðju prentun. „Á bókamessunni í Hörpunni varð atgangur í öskjunni þegar Sigurður áritaði bókina fyrir kaupendur báða daga messunnar og má segja að röð hafi verið útúr dyrum Hörpunnar þegar Sigurður sat við og áritaði. Birgðirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þurfti í tvígang á neyðarsendingum á bókum að halda, slík var eftirspurnin,“ segir Egill Örn.Þeir Forlags-feðgar eru ánægðir með gott gengi síns manns.Egill bendir jafnframt á að bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda og sögð meistaraverk. Bókin kemur út við sérstakar aðstæður en eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldið þá glímir hann við ólæknandi krabbamein. Mörg ljóðanna fjalla um þá stöðu að standa frammi fyrir dauðanum en höfundur gerir það á sinn fallega hátt og lofsyngur ekki síður lífið og kærleikann í bókinni. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi Forlagsins er ánægður: „Fátt getur glatt mig meira en einstæðar móttökur við ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Leið okkar í útgáfunni hefur legið saman frá og með hans annarri bók og samstarfið alltaf verið einstaklega ánægjulegt enda leitun að betri manni og skáldi en Sigurði. Hann er einstakur öðlingsdrengur.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira