Beauty Bar hyggst leita réttar síns vegna fréttar Pressunnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 16:14 Beauty Bar snyrtivöruverslun í Kringlunni hyggst leita réttar síns vegna fréttar sem birtist á Pressunni síðastliðinn þriðjudag. Ásta Bjartmarz er einn eigandi verslunarinnar Beauty Bar. Beauty Bar snyrtivöruverslun í Kringlunni hyggst leita réttar síns vegna fréttar sem birtist á Pressunni síðastliðinn þriðjudag. Fréttin hafði yfirskriftina „Snyrtivöruheimurinn á Íslandi skelfur vegna hótana og áreitis samkeppnisaðila: „Við erum hræddar.“ Þar rekja nafnlausir viðmælendur Pressunnar, sem eru eigendur snyrtivöruverslana, sögur af áreiti og hótunum í garð þeirra frá eigendum annarrar snyrtivöruverslunar. Í frétt Pressunnar segir að viðmælendurnir hafi kosið að koma fram nafnlaust „af ótta við sömu tvo einstaklingana sem opnuðu verslun í samkeppni við þau og bjóða upp á margar af þeirra vörum í dag.“ Í frétt Pressunnar kemur hvergi beint fram að um verslunina Beauty Bar sé að ræða, en telja eigendur hennar að í henni sé vegið mjög að fyrirtækinu. Þar sé meðal annars fullyrt að forsvarsmenn félagsins standi að baki hótunum í garð samkeppnisaðila, hafi beitt óeðlilegum viðskiptaháttum til að tryggja sér umboð fyrir tilteknum snyrtivörum og að framangreind atriði séu tengd íkveikju í Hafnarfirði. „Skemmst er frá því að segja að „fréttin“ – sem skrifuð er af ónafngreindum fréttamanni og byggir á „viðtölum“ við ónafngreinda heimildamenn – er í öllum meginatriðum ósönn og merkja má á henni að engin gögn liggi að baki þeim staðhæfingum sem þar eru settar fram. Beauty Bar Snyrtivöruverslun hafnar alfarið þeim ásökunum sem á það eru bornar í „fréttinni,” segir í yfirlýsingu frá Beauty Bar. Beauty Bar mun krefjast þess að Pressan dragi fréttina til baka, biðjist afsökunar á henni og greiði fyrirtækinu skaðabætur. „Fallist Pressan ekki á þau málalok mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun láta reyna á málið fyrir dómstólum. Með sama hætti mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun leita réttar síns gagnvart þeim einstaklingum, sem borið hafa „fréttina“ og önnur meiðyrði út á samfélagsmiðlum. Þá er réttarstaða stjórnenda einstakra hópa á Facebook – þar sem meiðandi ummæli hafa verið látin standa óáreitt, til sérstakrar skoðunar hjá lögmönnum Beauty Bar Snyrtivöruverslunar. Sú skoðun kann að leiða til þess að viðkomandi einstaklingar verði látnir sæta ábyrgð aðgerðarleysis síns fyrir dómi.”Yfirlýsing frá Beauty BarÞann 21. nóvember sl. birti vefmiðillinn Pressan „frétt“ undir yfirskriftinni „Snyrtivöruheimurinn á Íslandi skelfur vegna hótana og áreitis samkeppnisaðila: Við erum hræddar“. Í greininni er með rakalausum hætti vegið mjög að fyrirtækinu Beauty Bar Snyrtivöruverslun í Kringlunni og fullyrt að forsvarsmenn félagsins standi að baki hótunum í garð samkeppnisaðila, hafi beitt óeðlilegum viðskiptaháttum til þess að tryggja sér umboð fyrir tilteknum snyrtivörum og framangreind atriði svo tengd máli er snýr að eignarspjöllum í Hafnarfirði og líkamsárás á tilgreindan aðila.Skemmst er frá því að segja að „fréttin“ – sem skrifuð er af ónafngreindum fréttamanni og byggir á „viðtölum“ við ónafngreinda heimildamenn – er í öllum meginatriðum ósönn og merkja má á henni að engin gögn liggi að baki þeim staðhæfingum sem þar eru settar fram. Beauty Bar Snyrtivöruverslun hafnar alfarið þeim ásökunum sem á það eru bornar í „fréttinni“. Í ljósi þess að umrædd „frétt“ hefur þegar valdið fyrirtækinu ómældu tjóni mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun nú krefjast þess að Pressan dragi fréttina til baka, biðjist afsökunar á henni og greiði fyrirtækinu skaðabætur. Fallist Pressan ekki á þau málalok mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun láta reyna á málið fyrir dómstólum. Með sama hætti mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun leita réttar síns gagnvart þeim einstaklingum, sem borið hafa „fréttina“ og önnur meiðyrði út á samfélagsmiðlum. Þá er réttarstaða stjórnenda einstakra hópa á Facebook – þar sem meiðandi ummæli hafa verið látin standa óáreitt, til sérstakrar skoðunar hjá lögmönnum Beauty Bar Snyrtivöruverslunar. Sú skoðun kann að leiða til þess að viðkomandi einstaklingar verði látnir sæta ábyrgð aðgerðarleysis síns fyrir dómi.Beauty Bar Snyrtivöruverslun er ungt fyrirtæki sem hefur kappkostað að bæta vöruúrval, lækka verð og veita góða persónulega þjónustu á íslenska snyrtivörumarkaðnum neytendum til heilla. Sú aðför sem gerð hefur verið að fyrirtækinu er þeim sem að henni standa ekki til sóma, auk þess sem ljóst er að neytendur kunna að bera tjón af því ef samkeppni á þessum markaði minnkar. Það er von aðstandenda Beauty Bar Snyrtivöruverslunar að félagið geti haldið áfram að lækka verð og bæta kjör neytenda á Íslandi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Beauty Bar snyrtivöruverslun í Kringlunni hyggst leita réttar síns vegna fréttar sem birtist á Pressunni síðastliðinn þriðjudag. Fréttin hafði yfirskriftina „Snyrtivöruheimurinn á Íslandi skelfur vegna hótana og áreitis samkeppnisaðila: „Við erum hræddar.“ Þar rekja nafnlausir viðmælendur Pressunnar, sem eru eigendur snyrtivöruverslana, sögur af áreiti og hótunum í garð þeirra frá eigendum annarrar snyrtivöruverslunar. Í frétt Pressunnar segir að viðmælendurnir hafi kosið að koma fram nafnlaust „af ótta við sömu tvo einstaklingana sem opnuðu verslun í samkeppni við þau og bjóða upp á margar af þeirra vörum í dag.“ Í frétt Pressunnar kemur hvergi beint fram að um verslunina Beauty Bar sé að ræða, en telja eigendur hennar að í henni sé vegið mjög að fyrirtækinu. Þar sé meðal annars fullyrt að forsvarsmenn félagsins standi að baki hótunum í garð samkeppnisaðila, hafi beitt óeðlilegum viðskiptaháttum til að tryggja sér umboð fyrir tilteknum snyrtivörum og að framangreind atriði séu tengd íkveikju í Hafnarfirði. „Skemmst er frá því að segja að „fréttin“ – sem skrifuð er af ónafngreindum fréttamanni og byggir á „viðtölum“ við ónafngreinda heimildamenn – er í öllum meginatriðum ósönn og merkja má á henni að engin gögn liggi að baki þeim staðhæfingum sem þar eru settar fram. Beauty Bar Snyrtivöruverslun hafnar alfarið þeim ásökunum sem á það eru bornar í „fréttinni,” segir í yfirlýsingu frá Beauty Bar. Beauty Bar mun krefjast þess að Pressan dragi fréttina til baka, biðjist afsökunar á henni og greiði fyrirtækinu skaðabætur. „Fallist Pressan ekki á þau málalok mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun láta reyna á málið fyrir dómstólum. Með sama hætti mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun leita réttar síns gagnvart þeim einstaklingum, sem borið hafa „fréttina“ og önnur meiðyrði út á samfélagsmiðlum. Þá er réttarstaða stjórnenda einstakra hópa á Facebook – þar sem meiðandi ummæli hafa verið látin standa óáreitt, til sérstakrar skoðunar hjá lögmönnum Beauty Bar Snyrtivöruverslunar. Sú skoðun kann að leiða til þess að viðkomandi einstaklingar verði látnir sæta ábyrgð aðgerðarleysis síns fyrir dómi.”Yfirlýsing frá Beauty BarÞann 21. nóvember sl. birti vefmiðillinn Pressan „frétt“ undir yfirskriftinni „Snyrtivöruheimurinn á Íslandi skelfur vegna hótana og áreitis samkeppnisaðila: Við erum hræddar“. Í greininni er með rakalausum hætti vegið mjög að fyrirtækinu Beauty Bar Snyrtivöruverslun í Kringlunni og fullyrt að forsvarsmenn félagsins standi að baki hótunum í garð samkeppnisaðila, hafi beitt óeðlilegum viðskiptaháttum til þess að tryggja sér umboð fyrir tilteknum snyrtivörum og framangreind atriði svo tengd máli er snýr að eignarspjöllum í Hafnarfirði og líkamsárás á tilgreindan aðila.Skemmst er frá því að segja að „fréttin“ – sem skrifuð er af ónafngreindum fréttamanni og byggir á „viðtölum“ við ónafngreinda heimildamenn – er í öllum meginatriðum ósönn og merkja má á henni að engin gögn liggi að baki þeim staðhæfingum sem þar eru settar fram. Beauty Bar Snyrtivöruverslun hafnar alfarið þeim ásökunum sem á það eru bornar í „fréttinni“. Í ljósi þess að umrædd „frétt“ hefur þegar valdið fyrirtækinu ómældu tjóni mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun nú krefjast þess að Pressan dragi fréttina til baka, biðjist afsökunar á henni og greiði fyrirtækinu skaðabætur. Fallist Pressan ekki á þau málalok mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun láta reyna á málið fyrir dómstólum. Með sama hætti mun Beauty Bar Snyrtivöruverslun leita réttar síns gagnvart þeim einstaklingum, sem borið hafa „fréttina“ og önnur meiðyrði út á samfélagsmiðlum. Þá er réttarstaða stjórnenda einstakra hópa á Facebook – þar sem meiðandi ummæli hafa verið látin standa óáreitt, til sérstakrar skoðunar hjá lögmönnum Beauty Bar Snyrtivöruverslunar. Sú skoðun kann að leiða til þess að viðkomandi einstaklingar verði látnir sæta ábyrgð aðgerðarleysis síns fyrir dómi.Beauty Bar Snyrtivöruverslun er ungt fyrirtæki sem hefur kappkostað að bæta vöruúrval, lækka verð og veita góða persónulega þjónustu á íslenska snyrtivörumarkaðnum neytendum til heilla. Sú aðför sem gerð hefur verið að fyrirtækinu er þeim sem að henni standa ekki til sóma, auk þess sem ljóst er að neytendur kunna að bera tjón af því ef samkeppni á þessum markaði minnkar. Það er von aðstandenda Beauty Bar Snyrtivöruverslunar að félagið geti haldið áfram að lækka verð og bæta kjör neytenda á Íslandi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira