Þrjátíu daga fangelsi fyrir fölsuð vegabréf í Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2016 15:11 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Tveir karlmenn, á þrítugs og fertugsaldri, hafa verið dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir skjalafals. Báðir framvísuðu þeir fölsuðu vegabréfi við lögreglu á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum.Annar maðurinn er á 21. aldursári og frá Síerra Leóne en hinn er 33 ára Sýrlendingur. Báðir mennirnir áttu bókað flug frá Íslandi til Toronto með Icelandair. Annar 7. janúar en hinn 9. janúar.Sjá einnig:Tilgangslaus passamál Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa setið í síðan þeir voru handteknir.Hæstiréttur taldi ekki rétt að gera Sýrlendingnum refsingu.Vísir/GVASamskonar mál fór fyrir Hæstarétt Nýverið dæmdi Hæstiréttur í máli sýrlensks flóttamanns sem hlotið hafði dóm í héraði fyrir að framvísa albönsku vegabréfi í flugstöðinni. Var það niðurstaða Hæstaréttar í því máli að gera manninum ekki refsingu.Í dómnum kom fram að ekki hafi verið dregið í efa að Sýrlendingurinn væri flóttamaður og lífi hans og frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi. Hann hefði þó ekki gefið sig fram tafarlaust við stjórnvöld til að bera fram ástæður fyrir komu sinni. Þrátt fyrir það var talið rétt að ákærða yrði ekki gerð refsing. Sé staða þeirra aðila sem um ræðir í máli þessu sambærileg við þá stöðu sem uppi var í niðurstöðu Hæstaréttar er ólíklegt að mennirnir tveir þyrftu að sitja af sér þrjátíu daga refsinguna yrði dómnum í héraði áfrýjað til Hæstaréttar. Ítarlega var fjallað um mál á borð við þessi í Fréttablaðinu í desember og má lesa umfjöllunina hér. Málin hafa kostað ríkið um 60 milljónir króna frá árinu 2010 samkvæmt grófu mati fangelsismálastjóra. Tengdar fréttir Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Frá 2010 hafa 168 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir og afplánað refsingu fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins. Fangelsismálastjóri segir ferlið tilgangslaust, kostnaðarsamt og að oft sé um að ræða fórnarlömb 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Tveir karlmenn, á þrítugs og fertugsaldri, hafa verið dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir skjalafals. Báðir framvísuðu þeir fölsuðu vegabréfi við lögreglu á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum.Annar maðurinn er á 21. aldursári og frá Síerra Leóne en hinn er 33 ára Sýrlendingur. Báðir mennirnir áttu bókað flug frá Íslandi til Toronto með Icelandair. Annar 7. janúar en hinn 9. janúar.Sjá einnig:Tilgangslaus passamál Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa setið í síðan þeir voru handteknir.Hæstiréttur taldi ekki rétt að gera Sýrlendingnum refsingu.Vísir/GVASamskonar mál fór fyrir Hæstarétt Nýverið dæmdi Hæstiréttur í máli sýrlensks flóttamanns sem hlotið hafði dóm í héraði fyrir að framvísa albönsku vegabréfi í flugstöðinni. Var það niðurstaða Hæstaréttar í því máli að gera manninum ekki refsingu.Í dómnum kom fram að ekki hafi verið dregið í efa að Sýrlendingurinn væri flóttamaður og lífi hans og frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi. Hann hefði þó ekki gefið sig fram tafarlaust við stjórnvöld til að bera fram ástæður fyrir komu sinni. Þrátt fyrir það var talið rétt að ákærða yrði ekki gerð refsing. Sé staða þeirra aðila sem um ræðir í máli þessu sambærileg við þá stöðu sem uppi var í niðurstöðu Hæstaréttar er ólíklegt að mennirnir tveir þyrftu að sitja af sér þrjátíu daga refsinguna yrði dómnum í héraði áfrýjað til Hæstaréttar. Ítarlega var fjallað um mál á borð við þessi í Fréttablaðinu í desember og má lesa umfjöllunina hér. Málin hafa kostað ríkið um 60 milljónir króna frá árinu 2010 samkvæmt grófu mati fangelsismálastjóra.
Tengdar fréttir Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Frá 2010 hafa 168 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir og afplánað refsingu fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins. Fangelsismálastjóri segir ferlið tilgangslaust, kostnaðarsamt og að oft sé um að ræða fórnarlömb 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Frá 2010 hafa 168 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir og afplánað refsingu fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins. Fangelsismálastjóri segir ferlið tilgangslaust, kostnaðarsamt og að oft sé um að ræða fórnarlömb 17. desember 2015 07:00