Viðhorfsbreytinga sé þörf svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2016 12:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðhorf Íslendinga þurfa að breytast svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki hér á landi. Þetta sé orðinn nokkurs konar siður sem tíðkist nær hvergi annars staðar en hér. „Þetta er eitthvað sem allir tapa á og við höfum talað um mjög lengi. Allir tapa á þessu með vísan til þess ef það er kúltúr í landinu sem gerir það að verkum að aðilar geti sleppt því að borga skatta og skyldur en samt verið í fullum rekstri og skipt um kennitölu. Það er eitthvað sem kemur niður á samfélaginu öllu og til dæmis út af skattgreiðslum," segir Guðlaugur. Hann segir það nokkuð stóran hóp fólks sem misnoti lögin með þessum hætti. „Þetta hefur verið rætt síðan ég man eftir mér. Umfangið virðist ansi mikið miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Þá virðist þetta vera meira hér og meira umburðarlyndi gagnvart þessu í raun. Það snýst ekki bara um löggjafann heldur atvinnulífið allt og almenning. Fólk þarf að vera meðvitað um það ef það umbunar slíka gjörninga eða hegðun, þá kemur það niður á öllum." Aðspurður hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun segir hann það fyrst og fremst viðhorfsbreyting. „Fólk veit hverjir það eru sem ganga fram með þessum hætti. Ef það a viðskipti við þessa aðila þá heldur málið áfram. Þetta snýst fyrst og fremst um viðhorf og ef viðhorfið í þjóðfélaginu breytist þá er enginn vafi á því að árangur næst. Þetta er svona á mörgum sviðum á Íslandi og viðhorfið virðist vera svolítið sérstakt þegar kemur að ýmsum hlutum, en þetta gerist ekki í útlöndum.“Þannig að í rauninni snýst þetta frekar um viðhorfsbreytingu frekar heldur en að breyta löggjöfinni eða veita ríkisskattstjóra öflugri heimildir? „Ég held það sé samblanda af öllu en ég held að stærsti einstaki þátturinn sé viðhorf. Það segir sig sjálft að þeir sem eru í viðskiptum þekkja viðskiptasögu sinna viðskiptamanna. Ef þeir umbera þessa hegðun þá heldur hún áfram. Það er ekkert flóknara en það. En að sjálfsögðu eigum við að gera allt annað sem snýr að heimild varðandi skattayfirvöld og ef það eru einhver lög sem eru þess eðlis sem ýta undir þetta eða hjálpa til þess þá eigum við að breyta þeim. En stærsta einstaka vandamálið er viðhorfið í þjóðfélaginu," segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðhorf Íslendinga þurfa að breytast svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki hér á landi. Þetta sé orðinn nokkurs konar siður sem tíðkist nær hvergi annars staðar en hér. „Þetta er eitthvað sem allir tapa á og við höfum talað um mjög lengi. Allir tapa á þessu með vísan til þess ef það er kúltúr í landinu sem gerir það að verkum að aðilar geti sleppt því að borga skatta og skyldur en samt verið í fullum rekstri og skipt um kennitölu. Það er eitthvað sem kemur niður á samfélaginu öllu og til dæmis út af skattgreiðslum," segir Guðlaugur. Hann segir það nokkuð stóran hóp fólks sem misnoti lögin með þessum hætti. „Þetta hefur verið rætt síðan ég man eftir mér. Umfangið virðist ansi mikið miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Þá virðist þetta vera meira hér og meira umburðarlyndi gagnvart þessu í raun. Það snýst ekki bara um löggjafann heldur atvinnulífið allt og almenning. Fólk þarf að vera meðvitað um það ef það umbunar slíka gjörninga eða hegðun, þá kemur það niður á öllum." Aðspurður hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun segir hann það fyrst og fremst viðhorfsbreyting. „Fólk veit hverjir það eru sem ganga fram með þessum hætti. Ef það a viðskipti við þessa aðila þá heldur málið áfram. Þetta snýst fyrst og fremst um viðhorf og ef viðhorfið í þjóðfélaginu breytist þá er enginn vafi á því að árangur næst. Þetta er svona á mörgum sviðum á Íslandi og viðhorfið virðist vera svolítið sérstakt þegar kemur að ýmsum hlutum, en þetta gerist ekki í útlöndum.“Þannig að í rauninni snýst þetta frekar um viðhorfsbreytingu frekar heldur en að breyta löggjöfinni eða veita ríkisskattstjóra öflugri heimildir? „Ég held það sé samblanda af öllu en ég held að stærsti einstaki þátturinn sé viðhorf. Það segir sig sjálft að þeir sem eru í viðskiptum þekkja viðskiptasögu sinna viðskiptamanna. Ef þeir umbera þessa hegðun þá heldur hún áfram. Það er ekkert flóknara en það. En að sjálfsögðu eigum við að gera allt annað sem snýr að heimild varðandi skattayfirvöld og ef það eru einhver lög sem eru þess eðlis sem ýta undir þetta eða hjálpa til þess þá eigum við að breyta þeim. En stærsta einstaka vandamálið er viðhorfið í þjóðfélaginu," segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira