Enski boltinn

Van Gaal: Mín plön með liðið eru á áætlun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland á dögunum.
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland á dögunum. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hans plön með liðið séu alveg á áætlun.

United tapaði illa fyrir Liverpool, 2-0, í Evrópudeildinni á Anfield á fimmtudagskvöldið og stendur liðið illa að vígi fyrir síðari leikinn á fimmtudaginn næsta sem fram fer á Old Trafford.

United mætir síðan West Ham í enska bikarnum síðan í dag og er gríðarlega pressa á Hollendinginum.

„Mér finnst mín leikaðferð og mitt plan vera virka,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi.

„Stíllinn okkar er að virka vel, en úrslitin mættu vera betri. Þegar maður er ekki með marga leikmenn til að velja í liðið vegna meiðsla, og þú ert að keppa í þremur keppnum þá verður alltaf erfitt fyrir mann að ná fram hagstæðum úrslitum. Eftir tapið gegn Midtjylland þá ráku fjölmiðlar mig strax en við komum til baka og komumst áfram í næstu umferð í Evrópudeildinni. Það er enn möguleiki á því gegn Liverpool.“

Hann segir að liðið geti vel unnið West Ham í bikarnum og sérstaklega þar sem leikurinn fari fram á Old Trafford þar sem liðið tapar fáum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×