Hundruð barna alin upp til varanlegrar fátæktar í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Samsett/GVA/Getty Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira