Fimm ára börn fengu að aka traktorum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Þeir yngstu voru aðeins börn að aldri þegar þeir fengu fyrst að stýra dráttarvél. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/KRISTJÁN Á. EINARSSON Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent