Fimm ára börn fengu að aka traktorum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Þeir yngstu voru aðeins börn að aldri þegar þeir fengu fyrst að stýra dráttarvél. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/KRISTJÁN Á. EINARSSON Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira