Enski boltinn

Wenger: Afhverju er þetta tveggja hesta hlaup?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger var stoltur af sínum mönnum í dag.
Wenger var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann og lærisveinar hans séu enn með hugann við titilbaráttuna. Arsenal á eftir að spila átta leiki í deildinni og er ellefu stigum á eftir Leicester.

„Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur og andlegt próf. Við héldum áfram frammistöðunni eins og gegn Barcelona," sagði Frakkinn ánægður með sína menn í leikslok.

„Mér líkar vel við þennan hóp, líkar vel við hugarfarið. Það hefur farið tvennum sögum af því og það særir mig. Þegar þú vinnur með þeim á hverjum degi sérðu hvað þeir leggja mikið í þetta."

Arsenal er nú ellefu stigum á eftir Leicester eftir Leicester vinnur leik sinn í dag gegn Crystal Palace, en Tottenham er í öðru sætinu með 58 stig. Arsenal er í þriðja með 55.

„Við erum enn með þetta í huganum og tölfræðilega þá getum við unnið og við erum klárir í baráttuna," sagði Wenger um titilbaráttuna og bætti við:

„Afhverju er þetta tveggja hesta hlaup þegar liðið fyrir ofan okkur er bara þremur stigum frá okkur? Setjum fókusinn á frammistöðuna og eftir það skulum við sjá til hvernig þetta endar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×