Enski boltinn

Norwich upp úr fallsæti

Leikmenn Norwich fagna marki Brady.
Leikmenn Norwich fagna marki Brady. vísir/getty
Stoke og Norwich unnu góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag, en bæði liðin unnu góða sigra á útivelli.

Stoke vann 2-1 sigur á Watford, en Jonathan Walters kom Stoke yfir á átjándu mínútu og Joselu tvöfaldaði forystuna á 51. mínútu.

Troy Deeney minnkaði muninn fyrir heimamenn á 86. mínútu, en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur gestanna frá Stoke.

Stoke er í sjöunda sæti deildarinnar með 46 stig, en Watford er í fjórtánda sætinu með 37 stig.

Norwich vann lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttunni, en þeir unnu 1-0 sigur á West Bromwich Albion á The Hawthorns.

Norwich skaust upp úr fallsæti með sigrinum, en Robert Brady skoraði eina markið á 50. mínútu. Þeir eru nú í sautjánda sæti, þremur stigum frá fallsæti. WBA er í ellefta sætinu með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×