Enski boltinn

Áfram heldur sigurganga Leicester

Danny Drinkwater, nýjasti landsliðsmaður Englands.
Danny Drinkwater, nýjasti landsliðsmaður Englands. vísir/getty
Leicester rígheldur áfram í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham sem á þó leik til góða.

Eina mark leiksins kom á 34. mínútu, en það gerði hinn funheiti Riyad Mahrez eftir undirbúning frá Jamie Vardy. Menn sem hafa verið frábærir á tímabilinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Leicester heldur áfram að trítla í átt að enska titlinum. Þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham, sem á leik til góða, og ellefu stiga forskot á Arsenal.

Palace er í fimmtánda sætinu með 33 stig, átta stigum frá fallsæti. Það þarf margt að gerast til þess að Palace fari niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×