Tekur sex til átta ár að byggja nýjan Landspítala Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2016 22:18 Það tekur sex til átta ár að byggja nýjan Landspítala á besta stað. Þetta segir formaður Samtaka um betri spítala á betri stað. Hann segir niðurstöðu stjórnvalda um að það muni tefja afhendingu spítalans um 10 til 15 ár að byggja annars staðar en við Hringbraut vera ranga og það sé ekki of seint að breyta um staðsetningu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 nýverið að það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir og verður kynnt síðar í ágúst. Hermann Guðmundsson, formaður Samtaka um betri spítala á betri stað.Vísir/skjáskotFramkvæmdum við Hringbraut lokið eftir 12 árFormaður Samtaka um betri spítala á betri stað segir þessi niðurstöðu einfaldlega ranga. Margir Íslendingar átti sig ekki á því að reiknað sé með að framkvæmdum við byggingu Landspítala við Hringbraut verði ekki lokið fyrr en eftir 12 ár. „Við teljum, og það er rökstutt með gögnum og samtölum við marga framkvæmdaaðila við spítalabyggingar erlendis, að það taki sex til átta ár að byggja nýtt sjúkrahús. Það er að frátalinni skipulagsvinnu og við höfum vissu fyrir því að skipulagsvinna á höfuðborgarsvæðinu getur tekið stuttan tíma,” segir Hermann Guðmundsson, formaður Samtaka um betri spítala á betri stað. Hermann vísar til þess að búið sé að byggja marga nýja spítala í Noregi og Danmörku á síðustu árum og þar hafi framkvæmdatíminn verið fjögur til átta ár. Engin ástæða sé til að ætla annað en að það sama gildi hér. „Ef að við tökum mark á bæjarstjóranum í Garðabæ, sem hefur boðist til að klára deiliskipulagsvinnu á einu ári við svona byggingu. Það er hægt að bjóða þetta út, það tekur kannski annað ár að undirbúa það. Ég myndi halda að innan átta ára væri búið að byggja og opna svona spítala,” segir Hermann.Ekki góð hugmyndHann segir faglega og hlutlausa staðarvalsgreiningu aldrei hafa farið fram. „Við viljum bara að það fari fram sérstök könnun á því hvar besta staðsetningin er á höfuðborgarsvæðinu fyrir þetta sjúkrahús vegna þess að við erum algjörlega sannfærð um að 240.000 fermetra sjúkrahús í Þingholtunum er ekki góð hugmynd,” segir Hermann.Ekki of seint að breyta um staðsetninguDeilt hefur verið um staðsetningu spítalans í um tvo áratugi. Þá er það vilji meðal annars heilbrigðisráðherra, borgarstjóra og framkvæmdastjórnar Landspítalans að spítalinn skuli byggður við Hringbraut. Í því samhengi er óhætt að spyrja – er þessu máli ekki einfaldlega lokið? „Ég held ekki. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að halda áfram að byggja upp við Hringbraut. Það má ekkert tefja þær framkvæmdir. Við erum að hugsa auðvitað til áratuga. Við viljum sjá nýtt þjóðarsjúkrahús á besta hugsanlega stað í borginni. Þegar að búið er að framkvæma á Hringbraut allt sem að þar á að framkvæma fyrir 75-80 milljarða, að þá verðum við að hluta til með nýtt sjúkrahús og að hluta til með 80 ára gamalt sjúkrahús. Það er ekki sú framtíðarsýn sem að við viljum hafa,” segir Hermann. Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. 20. apríl 2016 10:53 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Það tekur sex til átta ár að byggja nýjan Landspítala á besta stað. Þetta segir formaður Samtaka um betri spítala á betri stað. Hann segir niðurstöðu stjórnvalda um að það muni tefja afhendingu spítalans um 10 til 15 ár að byggja annars staðar en við Hringbraut vera ranga og það sé ekki of seint að breyta um staðsetningu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 nýverið að það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir og verður kynnt síðar í ágúst. Hermann Guðmundsson, formaður Samtaka um betri spítala á betri stað.Vísir/skjáskotFramkvæmdum við Hringbraut lokið eftir 12 árFormaður Samtaka um betri spítala á betri stað segir þessi niðurstöðu einfaldlega ranga. Margir Íslendingar átti sig ekki á því að reiknað sé með að framkvæmdum við byggingu Landspítala við Hringbraut verði ekki lokið fyrr en eftir 12 ár. „Við teljum, og það er rökstutt með gögnum og samtölum við marga framkvæmdaaðila við spítalabyggingar erlendis, að það taki sex til átta ár að byggja nýtt sjúkrahús. Það er að frátalinni skipulagsvinnu og við höfum vissu fyrir því að skipulagsvinna á höfuðborgarsvæðinu getur tekið stuttan tíma,” segir Hermann Guðmundsson, formaður Samtaka um betri spítala á betri stað. Hermann vísar til þess að búið sé að byggja marga nýja spítala í Noregi og Danmörku á síðustu árum og þar hafi framkvæmdatíminn verið fjögur til átta ár. Engin ástæða sé til að ætla annað en að það sama gildi hér. „Ef að við tökum mark á bæjarstjóranum í Garðabæ, sem hefur boðist til að klára deiliskipulagsvinnu á einu ári við svona byggingu. Það er hægt að bjóða þetta út, það tekur kannski annað ár að undirbúa það. Ég myndi halda að innan átta ára væri búið að byggja og opna svona spítala,” segir Hermann.Ekki góð hugmyndHann segir faglega og hlutlausa staðarvalsgreiningu aldrei hafa farið fram. „Við viljum bara að það fari fram sérstök könnun á því hvar besta staðsetningin er á höfuðborgarsvæðinu fyrir þetta sjúkrahús vegna þess að við erum algjörlega sannfærð um að 240.000 fermetra sjúkrahús í Þingholtunum er ekki góð hugmynd,” segir Hermann.Ekki of seint að breyta um staðsetninguDeilt hefur verið um staðsetningu spítalans í um tvo áratugi. Þá er það vilji meðal annars heilbrigðisráðherra, borgarstjóra og framkvæmdastjórnar Landspítalans að spítalinn skuli byggður við Hringbraut. Í því samhengi er óhætt að spyrja – er þessu máli ekki einfaldlega lokið? „Ég held ekki. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að halda áfram að byggja upp við Hringbraut. Það má ekkert tefja þær framkvæmdir. Við erum að hugsa auðvitað til áratuga. Við viljum sjá nýtt þjóðarsjúkrahús á besta hugsanlega stað í borginni. Þegar að búið er að framkvæma á Hringbraut allt sem að þar á að framkvæma fyrir 75-80 milljarða, að þá verðum við að hluta til með nýtt sjúkrahús og að hluta til með 80 ára gamalt sjúkrahús. Það er ekki sú framtíðarsýn sem að við viljum hafa,” segir Hermann.
Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. 20. apríl 2016 10:53 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. 20. apríl 2016 10:53
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45