Engin áform eru uppi um að opna herstöðina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2016 17:00 Virt Bandarísk samtök um rannsóknir á varnarmálum leggja til í nýrri skýrslu að herstöð Bandaríkjahers verði enduropnuð á Miðnesheiði. Skýrslan sem unnin var af Center for strategic and international studies var kynnt Bandarískum stjórnvöldum í síðustu viku fjallar um neðansjávarhernað í Evrópu. Þar eru Bandarísk stjórnvöld meðal annars hvött til að opna varnarstöðina í Keflavík á nýjan leik til að bregðast við auknum umsvifum rússneskra kafbáta í Norður Atlantshafi. Niðurstaða skýrslunnar svipar til yfirlýsingar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Robert Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undrrituðu fyrir skemmstu um aukið varnarsamstarf á milli ríkjanna tveggja. Gert er ráð fyrir að opnað verði flugskýli undir P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél og að Bandaríkjamenn eigi aðkomu að loftrýmisgæslu en skýrsluhöfundar vilja ganga lengra með því að Bandaríkjaher opni varnarstöðina á nýjan leik. Lilja Dögg segir slíkar fyrirætlanir þó ekki á dagskrá. „Afstaða Íslands til öryggismála á norðanverðu Atlantshafi liggur fyrir og var formfest í yfirlýsingu Íslands og Bandaríkjanna í lok Júlí. Þar er gert ráð fyrir tímabundinni veru Bandaríkjahers hér á landi við loftrýmisgæslu og kafbátaleit. Þar var verið að formfesta þróun sem hefur átt sér stað síðan 2008,“ segir Lilja. Hún segir skýrsluna áhugavert innlegg í umræðuna en hún sé með engu móti stefnumótandi plagg. „Hún kemur frá sjálfstæðri fræðastofnun og sú stofnun mælir hvorki fyrir Bandaríkjastjórn né Atlantshafsbandalagið. Það getur verið gott að fá og hún getur verið áhugaverð en ekki er um að ræða nokkrar viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á núverandi samstarfi þjóðanna og engar óskir á þá veru hafa heldur borist frá Bandarískum stjórnvöldum. Það er þannig að slík ákvörðun kallar á miklar umræður á Íslandi og engin áform eru uppi um slíkt.“Er þessi skýrsla vísbending um það sem koma skal? „Ég lít ekki á þetta sem vísbendingu í þá veru. Öll umræða um öryggis- og varnarmál er af hinu góða og ný þjóðaröryggistefna sem Alþingi samþykkti gerir einmitt ráð fyrir því að auka umræðu um þennan málaflokk og eitt af þeim málum sem ég set í forgang á komandi þingi er þjóðaröryggisráðið og ég held að það sé farsælt að nýta þann vettvang fyrir þá umræðu,“ segir hún. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Virt Bandarísk samtök um rannsóknir á varnarmálum leggja til í nýrri skýrslu að herstöð Bandaríkjahers verði enduropnuð á Miðnesheiði. Skýrslan sem unnin var af Center for strategic and international studies var kynnt Bandarískum stjórnvöldum í síðustu viku fjallar um neðansjávarhernað í Evrópu. Þar eru Bandarísk stjórnvöld meðal annars hvött til að opna varnarstöðina í Keflavík á nýjan leik til að bregðast við auknum umsvifum rússneskra kafbáta í Norður Atlantshafi. Niðurstaða skýrslunnar svipar til yfirlýsingar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Robert Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undrrituðu fyrir skemmstu um aukið varnarsamstarf á milli ríkjanna tveggja. Gert er ráð fyrir að opnað verði flugskýli undir P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél og að Bandaríkjamenn eigi aðkomu að loftrýmisgæslu en skýrsluhöfundar vilja ganga lengra með því að Bandaríkjaher opni varnarstöðina á nýjan leik. Lilja Dögg segir slíkar fyrirætlanir þó ekki á dagskrá. „Afstaða Íslands til öryggismála á norðanverðu Atlantshafi liggur fyrir og var formfest í yfirlýsingu Íslands og Bandaríkjanna í lok Júlí. Þar er gert ráð fyrir tímabundinni veru Bandaríkjahers hér á landi við loftrýmisgæslu og kafbátaleit. Þar var verið að formfesta þróun sem hefur átt sér stað síðan 2008,“ segir Lilja. Hún segir skýrsluna áhugavert innlegg í umræðuna en hún sé með engu móti stefnumótandi plagg. „Hún kemur frá sjálfstæðri fræðastofnun og sú stofnun mælir hvorki fyrir Bandaríkjastjórn né Atlantshafsbandalagið. Það getur verið gott að fá og hún getur verið áhugaverð en ekki er um að ræða nokkrar viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á núverandi samstarfi þjóðanna og engar óskir á þá veru hafa heldur borist frá Bandarískum stjórnvöldum. Það er þannig að slík ákvörðun kallar á miklar umræður á Íslandi og engin áform eru uppi um slíkt.“Er þessi skýrsla vísbending um það sem koma skal? „Ég lít ekki á þetta sem vísbendingu í þá veru. Öll umræða um öryggis- og varnarmál er af hinu góða og ný þjóðaröryggistefna sem Alþingi samþykkti gerir einmitt ráð fyrir því að auka umræðu um þennan málaflokk og eitt af þeim málum sem ég set í forgang á komandi þingi er þjóðaröryggisráðið og ég held að það sé farsælt að nýta þann vettvang fyrir þá umræðu,“ segir hún.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira