Engin áform eru uppi um að opna herstöðina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2016 17:00 Virt Bandarísk samtök um rannsóknir á varnarmálum leggja til í nýrri skýrslu að herstöð Bandaríkjahers verði enduropnuð á Miðnesheiði. Skýrslan sem unnin var af Center for strategic and international studies var kynnt Bandarískum stjórnvöldum í síðustu viku fjallar um neðansjávarhernað í Evrópu. Þar eru Bandarísk stjórnvöld meðal annars hvött til að opna varnarstöðina í Keflavík á nýjan leik til að bregðast við auknum umsvifum rússneskra kafbáta í Norður Atlantshafi. Niðurstaða skýrslunnar svipar til yfirlýsingar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Robert Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undrrituðu fyrir skemmstu um aukið varnarsamstarf á milli ríkjanna tveggja. Gert er ráð fyrir að opnað verði flugskýli undir P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél og að Bandaríkjamenn eigi aðkomu að loftrýmisgæslu en skýrsluhöfundar vilja ganga lengra með því að Bandaríkjaher opni varnarstöðina á nýjan leik. Lilja Dögg segir slíkar fyrirætlanir þó ekki á dagskrá. „Afstaða Íslands til öryggismála á norðanverðu Atlantshafi liggur fyrir og var formfest í yfirlýsingu Íslands og Bandaríkjanna í lok Júlí. Þar er gert ráð fyrir tímabundinni veru Bandaríkjahers hér á landi við loftrýmisgæslu og kafbátaleit. Þar var verið að formfesta þróun sem hefur átt sér stað síðan 2008,“ segir Lilja. Hún segir skýrsluna áhugavert innlegg í umræðuna en hún sé með engu móti stefnumótandi plagg. „Hún kemur frá sjálfstæðri fræðastofnun og sú stofnun mælir hvorki fyrir Bandaríkjastjórn né Atlantshafsbandalagið. Það getur verið gott að fá og hún getur verið áhugaverð en ekki er um að ræða nokkrar viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á núverandi samstarfi þjóðanna og engar óskir á þá veru hafa heldur borist frá Bandarískum stjórnvöldum. Það er þannig að slík ákvörðun kallar á miklar umræður á Íslandi og engin áform eru uppi um slíkt.“Er þessi skýrsla vísbending um það sem koma skal? „Ég lít ekki á þetta sem vísbendingu í þá veru. Öll umræða um öryggis- og varnarmál er af hinu góða og ný þjóðaröryggistefna sem Alþingi samþykkti gerir einmitt ráð fyrir því að auka umræðu um þennan málaflokk og eitt af þeim málum sem ég set í forgang á komandi þingi er þjóðaröryggisráðið og ég held að það sé farsælt að nýta þann vettvang fyrir þá umræðu,“ segir hún. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Virt Bandarísk samtök um rannsóknir á varnarmálum leggja til í nýrri skýrslu að herstöð Bandaríkjahers verði enduropnuð á Miðnesheiði. Skýrslan sem unnin var af Center for strategic and international studies var kynnt Bandarískum stjórnvöldum í síðustu viku fjallar um neðansjávarhernað í Evrópu. Þar eru Bandarísk stjórnvöld meðal annars hvött til að opna varnarstöðina í Keflavík á nýjan leik til að bregðast við auknum umsvifum rússneskra kafbáta í Norður Atlantshafi. Niðurstaða skýrslunnar svipar til yfirlýsingar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Robert Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undrrituðu fyrir skemmstu um aukið varnarsamstarf á milli ríkjanna tveggja. Gert er ráð fyrir að opnað verði flugskýli undir P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél og að Bandaríkjamenn eigi aðkomu að loftrýmisgæslu en skýrsluhöfundar vilja ganga lengra með því að Bandaríkjaher opni varnarstöðina á nýjan leik. Lilja Dögg segir slíkar fyrirætlanir þó ekki á dagskrá. „Afstaða Íslands til öryggismála á norðanverðu Atlantshafi liggur fyrir og var formfest í yfirlýsingu Íslands og Bandaríkjanna í lok Júlí. Þar er gert ráð fyrir tímabundinni veru Bandaríkjahers hér á landi við loftrýmisgæslu og kafbátaleit. Þar var verið að formfesta þróun sem hefur átt sér stað síðan 2008,“ segir Lilja. Hún segir skýrsluna áhugavert innlegg í umræðuna en hún sé með engu móti stefnumótandi plagg. „Hún kemur frá sjálfstæðri fræðastofnun og sú stofnun mælir hvorki fyrir Bandaríkjastjórn né Atlantshafsbandalagið. Það getur verið gott að fá og hún getur verið áhugaverð en ekki er um að ræða nokkrar viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á núverandi samstarfi þjóðanna og engar óskir á þá veru hafa heldur borist frá Bandarískum stjórnvöldum. Það er þannig að slík ákvörðun kallar á miklar umræður á Íslandi og engin áform eru uppi um slíkt.“Er þessi skýrsla vísbending um það sem koma skal? „Ég lít ekki á þetta sem vísbendingu í þá veru. Öll umræða um öryggis- og varnarmál er af hinu góða og ný þjóðaröryggistefna sem Alþingi samþykkti gerir einmitt ráð fyrir því að auka umræðu um þennan málaflokk og eitt af þeim málum sem ég set í forgang á komandi þingi er þjóðaröryggisráðið og ég held að það sé farsælt að nýta þann vettvang fyrir þá umræðu,“ segir hún.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira