Ferguson reyndi að selja Ronaldo til Barcelona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2016 13:00 Ferguson og Ronaldo léttir á æfingu. vísir/getty Í nýrri bók blaðamannsins Guillem Balague um Cristiano Ronaldo, sem kemur út í næstu viku, kemur ýmislegt áhugavert fram. Þar á meðal að Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Man. Utd, var ekki hrifinn af því að Ronaldo færi til Real Madrid. Hann reyndi að selja hann til Barcelona er hann sá fram á að missa leikmanninn. Það var í janúar árið 2007, sex mánuðum eftir að Ramon Calderon var kosinn forseti Real, sem fyrst var haft samband við umboðsmenn Ronaldo. Real-menn fengu góð skilaboð. Ronaldo vildi fara frá Man. Utd. Ronaldo staðfesti við fjölmiðla á þeim tíma að hann vissi um áhuga Real en hann mætti ekki tjá sig um málið. Þá fóru fjölmiðlar að sjálfsögðu á flug. Ferguson sagði á sama tíma að það væri ekki möguleiki að Ronaldo færi frá félaginu.Ferguson og Ronado fagna sigri í Meistaradeildinni.vísir/gettyÍ mars sagði Ronaldo að allir vissu að hann elskaði Spán og ætlaði sér að spila þar einn daginn. Mánuði síðar var hann búinn að framlengja við Man. Utd en klausa var í samningnum að það mætti kaupa hann á 75 milljónir evra. Sú klausa var sett inn ef Real eða annað stórlið vildi kaupa hann. Það mátti þó enginn vita af þessari klausu og ríkti trúnaður um hana. „Mér líkar ekki við ensk félög. Ég vil sjá son minn spila fyrir Real Madrid áður en ég dey,“ sagði móðir Ronaldo, Dolores, við spænska blaðið AS í janúar árið 2008. Þessi orð féllu í grýttan jarðveg hjá forráðamönnum Man. Utd. Á þessum tíma var Real Madrid komið á fullt í að reyna að kaupa Ronaldo. Voru til í að greiða 120 milljónir evra en vissu engu að síður um klausuna upp á 75 milljónir evra. Forráðamenn United skrifuðu þá bréf til forráðamanna Real þar sem þeir báðu félagið um að hætta að tjá sig um leikmanninn. Það sem United vissi ekki þá er að Ronaldo var til í að taka þátt í að setja pressu á United svo hann yrði seldur. Sumarið 2008 var Ferguson orðinn reiður. Hann fór til Portúgal til þess að slátra tilboði Real. Hann var í valdabaráttu fyrir augum heimsins og vildi ekki tapa. Er Ferguson varð ljóst að það væri ekki hægt að halda Ronaldo lengur í Manchester þá hafði hann samband við Barcelona og bað félagið um að bjóða í leikmanninn. Hann vildi alls ekki að Ronaldo færi til Real. Það skipti samt ekki máli því Ronaldo var búinn að ákveða að spila fyrir Real Madrid. Baráttunni lauk svo fyrir leiktíðina 2009-10 er Ronaldo var seldur til Real fyrir metupphæð. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Í nýrri bók blaðamannsins Guillem Balague um Cristiano Ronaldo, sem kemur út í næstu viku, kemur ýmislegt áhugavert fram. Þar á meðal að Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Man. Utd, var ekki hrifinn af því að Ronaldo færi til Real Madrid. Hann reyndi að selja hann til Barcelona er hann sá fram á að missa leikmanninn. Það var í janúar árið 2007, sex mánuðum eftir að Ramon Calderon var kosinn forseti Real, sem fyrst var haft samband við umboðsmenn Ronaldo. Real-menn fengu góð skilaboð. Ronaldo vildi fara frá Man. Utd. Ronaldo staðfesti við fjölmiðla á þeim tíma að hann vissi um áhuga Real en hann mætti ekki tjá sig um málið. Þá fóru fjölmiðlar að sjálfsögðu á flug. Ferguson sagði á sama tíma að það væri ekki möguleiki að Ronaldo færi frá félaginu.Ferguson og Ronado fagna sigri í Meistaradeildinni.vísir/gettyÍ mars sagði Ronaldo að allir vissu að hann elskaði Spán og ætlaði sér að spila þar einn daginn. Mánuði síðar var hann búinn að framlengja við Man. Utd en klausa var í samningnum að það mætti kaupa hann á 75 milljónir evra. Sú klausa var sett inn ef Real eða annað stórlið vildi kaupa hann. Það mátti þó enginn vita af þessari klausu og ríkti trúnaður um hana. „Mér líkar ekki við ensk félög. Ég vil sjá son minn spila fyrir Real Madrid áður en ég dey,“ sagði móðir Ronaldo, Dolores, við spænska blaðið AS í janúar árið 2008. Þessi orð féllu í grýttan jarðveg hjá forráðamönnum Man. Utd. Á þessum tíma var Real Madrid komið á fullt í að reyna að kaupa Ronaldo. Voru til í að greiða 120 milljónir evra en vissu engu að síður um klausuna upp á 75 milljónir evra. Forráðamenn United skrifuðu þá bréf til forráðamanna Real þar sem þeir báðu félagið um að hætta að tjá sig um leikmanninn. Það sem United vissi ekki þá er að Ronaldo var til í að taka þátt í að setja pressu á United svo hann yrði seldur. Sumarið 2008 var Ferguson orðinn reiður. Hann fór til Portúgal til þess að slátra tilboði Real. Hann var í valdabaráttu fyrir augum heimsins og vildi ekki tapa. Er Ferguson varð ljóst að það væri ekki hægt að halda Ronaldo lengur í Manchester þá hafði hann samband við Barcelona og bað félagið um að bjóða í leikmanninn. Hann vildi alls ekki að Ronaldo færi til Real. Það skipti samt ekki máli því Ronaldo var búinn að ákveða að spila fyrir Real Madrid. Baráttunni lauk svo fyrir leiktíðina 2009-10 er Ronaldo var seldur til Real fyrir metupphæð.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira