Geta haldið uppi verði á eigin framleiðslu með kaupum á tollkvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2016 19:00 Síld og fiskur er einn stærsti svínakjötsframleiðandi landsins. Systurfélag þess á hæsta boð í tollkvóta og fær 70 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir svínakjöt á þessu ári. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að halda uppi verði á innfluttu svínakjöti og vernda um leið stöðu Síldar og fisks á markaði með innlendar svínakjötsafurðir. Tollkvótar fyrir búvörur eru boðnir upp og úthlutað til hæstbjóðenda. Þetta fyrirkomulag hækkar verð á innfluttum búvörum til neytenda. Mata hf., systurfyrirtæki Síldar og fisks hf. sem framleiðir svínakjöt undir vörumerkinu Ali, fær í ár tæplega 70 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir svínakjöt samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins um fríverslun með búvörur. Tollkvótinn er 200 tonn og fær Mata í sinn hlut tæplega 139 tonn. Síld og fiskur er einn stærsti svínakjötsframleiðandi landsins. Bæði þessi fyrirtæki, Mata og Síld og fiskur eru í eigu Langasjávar ehf. Með því að bjóða í tollkvótann getur Mata varið stöðu Síldar og fisks því lægra verð á innfluttu svínakjöti myndi keppa við afurðir þess félags á markaði. „Tollfrjálsi innflutningurinn sem átti að veita innlendri framleiðslu samkeppni, menn geta lent í því að innlendu framleiðendurnir kaupi hann bara upp með því að bjóða hátt. Þeim er alveg sama þótt þeir þurfi að selja hann á dýru verði því það dregur þá úr samkeppni við þeirra eigin vöru. Neytendur njóta ekki ábatans sem ætlunin var að þeir nytu. Það skýtur vissulega líka skökku við að fyrirtæki, sem er umsvifamikið í innlendri framleiðslu á svína- og alifuglakjöti og fær þar af leiðandi milljarða króna í meðgjöf frá neytendum í formi tollverndar, skuli vera í aðstöðu til að hafa áhrif á verðið á innflutningnum sem átti að keppa við innlendu framleiðsluna,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki náðist í Gunnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Langasjávar ehf. og Mata ehf. til að fá viðbrögð. Félag atvinnurekenda hefur lengi gagnrýnt að innlendir framleiðendur geti spilað á kerfið með þessum hætti. Félög sem bjóða í kvótann þurfa ekki að flytja hann allan inn enda er ekkert eftirlit með því að fyrirtækin sem kaupi kvótann flytji inn kjöt í samræmi við hann. „Eitt af því sem kæmi til greina væri að koma í veg fyrir innlendir framleiðendur byðu í þennan innflutningskvóta en eðlilegast væri að finna einhverja lausn þar sem þarf ekki að bjóða út þennan kvóta. Í kjúklinga- og svínakjötinu ætti bara að lækka tollana,“ segir Ólafur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Síld og fiskur er einn stærsti svínakjötsframleiðandi landsins. Systurfélag þess á hæsta boð í tollkvóta og fær 70 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir svínakjöt á þessu ári. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að halda uppi verði á innfluttu svínakjöti og vernda um leið stöðu Síldar og fisks á markaði með innlendar svínakjötsafurðir. Tollkvótar fyrir búvörur eru boðnir upp og úthlutað til hæstbjóðenda. Þetta fyrirkomulag hækkar verð á innfluttum búvörum til neytenda. Mata hf., systurfyrirtæki Síldar og fisks hf. sem framleiðir svínakjöt undir vörumerkinu Ali, fær í ár tæplega 70 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir svínakjöt samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins um fríverslun með búvörur. Tollkvótinn er 200 tonn og fær Mata í sinn hlut tæplega 139 tonn. Síld og fiskur er einn stærsti svínakjötsframleiðandi landsins. Bæði þessi fyrirtæki, Mata og Síld og fiskur eru í eigu Langasjávar ehf. Með því að bjóða í tollkvótann getur Mata varið stöðu Síldar og fisks því lægra verð á innfluttu svínakjöti myndi keppa við afurðir þess félags á markaði. „Tollfrjálsi innflutningurinn sem átti að veita innlendri framleiðslu samkeppni, menn geta lent í því að innlendu framleiðendurnir kaupi hann bara upp með því að bjóða hátt. Þeim er alveg sama þótt þeir þurfi að selja hann á dýru verði því það dregur þá úr samkeppni við þeirra eigin vöru. Neytendur njóta ekki ábatans sem ætlunin var að þeir nytu. Það skýtur vissulega líka skökku við að fyrirtæki, sem er umsvifamikið í innlendri framleiðslu á svína- og alifuglakjöti og fær þar af leiðandi milljarða króna í meðgjöf frá neytendum í formi tollverndar, skuli vera í aðstöðu til að hafa áhrif á verðið á innflutningnum sem átti að keppa við innlendu framleiðsluna,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki náðist í Gunnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Langasjávar ehf. og Mata ehf. til að fá viðbrögð. Félag atvinnurekenda hefur lengi gagnrýnt að innlendir framleiðendur geti spilað á kerfið með þessum hætti. Félög sem bjóða í kvótann þurfa ekki að flytja hann allan inn enda er ekkert eftirlit með því að fyrirtækin sem kaupi kvótann flytji inn kjöt í samræmi við hann. „Eitt af því sem kæmi til greina væri að koma í veg fyrir innlendir framleiðendur byðu í þennan innflutningskvóta en eðlilegast væri að finna einhverja lausn þar sem þarf ekki að bjóða út þennan kvóta. Í kjúklinga- og svínakjötinu ætti bara að lækka tollana,“ segir Ólafur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira