Seltirningar segja skilið við gúmmíkurlið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 12:39 Knattspyrnuiðkendur á Seltjarnarnesi fá völl sinn endurnýjaðan fyrir sumarið. Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“ Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“
Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10