Seltirningar segja skilið við gúmmíkurlið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 12:39 Knattspyrnuiðkendur á Seltjarnarnesi fá völl sinn endurnýjaðan fyrir sumarið. Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“ Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“
Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10