Borgaryfirvöld íhuga að fækka kanínum í Elliðaárdal með veiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Stefnt er að uppsetningu varúðarskilta um kanínur við hjólastíga í Elliðaárdal. Mynd/Reykjavíkurborg Meðal möguleika sem Reykjavíkurborg skoðar til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í Elliðaárdal eru veiðar og bann við að fóðra þær. Á miðvikudaginn var minnisblað lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur með hugmyndum að mögulegum aðgerðum til að fækka kanínum í neðanverðum Elliðaárdal. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðgerðirnar. Hins vegar er reiknað með að varúðarskilti um kanínur verði sett upp við hjólastíga í Elliðaárdal á næstunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tilfellum þar sem árekstrar hafa orðið við kanínur farið fjölgandi. Nú síðast fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt hjólreiðaslys þar sem hjólreiðamaðurinn varð meðal annars fyrir beinbrotum og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd dýra. Meðal aðgerða sem lagðar eru til umræðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð er að kanínum á svæðinu sé fækkað kerfisbundið með veiðum, og þyrfti þá undanþágu frá lögum. Einnig er lagt til að setja strangar reglur um að bannað sé að fóðra kanínurnar í Elliðaárdal. Til að tryggja öryggi er meðal annars lagt til að setja upp sérstök varúðarskilti. Þegar hefur verið rætt við Vegagerðina og lögregluna um að útbúa lága kanínuhelda girðingu meðfram aðreininni sem liggur frá Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Málið verður skoðað frekar í ráðinu. Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, sem ritaði minnisblaðið, segir mikilvægt að ítreka að það sé afar óæskilegt og í raun brot á lögum um velferð dýra að sleppa gælukanínum lausum úti í náttúrunni. „Fólk sem vill ekki eiga kanínurnar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær á mannúðlegan hátt hjá dýralækni,“ segir Snorri Sigurðsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Meðal möguleika sem Reykjavíkurborg skoðar til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í Elliðaárdal eru veiðar og bann við að fóðra þær. Á miðvikudaginn var minnisblað lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur með hugmyndum að mögulegum aðgerðum til að fækka kanínum í neðanverðum Elliðaárdal. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðgerðirnar. Hins vegar er reiknað með að varúðarskilti um kanínur verði sett upp við hjólastíga í Elliðaárdal á næstunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tilfellum þar sem árekstrar hafa orðið við kanínur farið fjölgandi. Nú síðast fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt hjólreiðaslys þar sem hjólreiðamaðurinn varð meðal annars fyrir beinbrotum og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd dýra. Meðal aðgerða sem lagðar eru til umræðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð er að kanínum á svæðinu sé fækkað kerfisbundið með veiðum, og þyrfti þá undanþágu frá lögum. Einnig er lagt til að setja strangar reglur um að bannað sé að fóðra kanínurnar í Elliðaárdal. Til að tryggja öryggi er meðal annars lagt til að setja upp sérstök varúðarskilti. Þegar hefur verið rætt við Vegagerðina og lögregluna um að útbúa lága kanínuhelda girðingu meðfram aðreininni sem liggur frá Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Málið verður skoðað frekar í ráðinu. Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, sem ritaði minnisblaðið, segir mikilvægt að ítreka að það sé afar óæskilegt og í raun brot á lögum um velferð dýra að sleppa gælukanínum lausum úti í náttúrunni. „Fólk sem vill ekki eiga kanínurnar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær á mannúðlegan hátt hjá dýralækni,“ segir Snorri Sigurðsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði