Enski boltinn

Hjörtur frá í fjórar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur í leiknum gegn Grikklandi á þriðjudag.
Hjörtur í leiknum gegn Grikklandi á þriðjudag. Vísir/AFP
Hjörtur Hermannsson verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Grikklands og Íslands í fyrradag.

Hjörtur varð að fara af velli undir lok leiks en hann segir í samtali við Fótbolti.net að hann er með rifinn vöðva í mjöðm.

„Ég verð ekki lengur frá en í fjórar vikur,“ sagði Hjörtur sem er nú á mála hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð. Þar leikur hann sem lánsmaður frá PSV Eindhoven í Hollandi.

Tímabilið í Svíþjóð hefst um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×