Enski boltinn

Meig í glas á svölum á veðhlaupabraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska knattspyrnufélagi hefur hafið rannsókn eftir að umdeildar myndir birtist af leikmanni liðsins, Samir Carruthers, í enskum fjölmiðlum í dag.

Á myndunum sést Carruthers kasta af sér þvagi í glas á svölum á veðhlaupabraut. Carruthers var staddur ásamt öðrum knattspyrnumönnum á VIP-svæði á brautinni í tengslum við veðhlaupahátíð sem nú stendur yfir í Cheltenham.

Myndirnar sýna Carruthers kasta af sér þvagi fyrir framan almenning. Stuttu síðar sást annar knattspyrnumaður, James Collins sem spilar með Northampton, hella úr glasi af svölunum.

Atvikið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og hafa viðeigandi knattspyrnufélögum heitið því að taka málið til rannsóknar hjá sér.

Sjá myndir og umfjöllun The Mirror hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×