Sigurður Ingi segir Obamahjónin heillandi persónuleika Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2016 19:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í gær leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Sigurður Ingi segir mikinn ávinning af fundinum, og að Obama hjónin séu heillandi persónuleikar.Sigurður Ingi í pontu Hvíta hússins.vísir/epaÁ fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Átti Sigurður Ingi stutt einkasamtal við Barack Obama og notaði tækifærið til að bjóða honum í heimsókn til Íslands, en enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur komið sérstaklega hingað til lands í opinbera heimsókn. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún lagði áherslu á jafnréttismál og aukna samvinnu á alþjóðavettvangi. Segir hún fundinn hafa verið góðan og uppbyggilegan. Í gærkvöldi var svo sérstakur viðhafnarkvöldverður í hvíta húsinu í tilefni leiðtogafundarins. Engu var til sparað og mættu þjóðhöfðingjarnir í sínu fínasta pússi. Um 400 manns voru á gestalistanum, meðal annars gamanleikarinn Will Ferrel og Viveca Paulin, sænsk eiginkona hans auk spjallþáttastjórnandans David Letterman. Sigurður Ingi þótti fara á kostum í skálaræðu sinni en þar benti hann á að Bandaríkjamenn væru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta er aðeins í tólfta sinn sem slíkur viðhafnarkvöldverður er haldin í forsetatíð Baracks Obama. „Heiður okkar var auðvitað mjög mikill að fá að taka þátt í þessu og mikil upplifun og lífsreynsla. Ég held að það muni gagnast okkur og okkar samfélagi í samskiptunum í framhaldinu,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann Obamahjónin hafa verið höfðinglega gestgjafa. „Þau eru mjög heillandi persónuleikar. Draga að sér og útgeilsunin frá þeim er í það minnsta jafn mikil í nánd og hún virkar í fjölmiðlum. Það var mjög gaman að eiga samtal við þau.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í gær leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Sigurður Ingi segir mikinn ávinning af fundinum, og að Obama hjónin séu heillandi persónuleikar.Sigurður Ingi í pontu Hvíta hússins.vísir/epaÁ fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Átti Sigurður Ingi stutt einkasamtal við Barack Obama og notaði tækifærið til að bjóða honum í heimsókn til Íslands, en enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur komið sérstaklega hingað til lands í opinbera heimsókn. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún lagði áherslu á jafnréttismál og aukna samvinnu á alþjóðavettvangi. Segir hún fundinn hafa verið góðan og uppbyggilegan. Í gærkvöldi var svo sérstakur viðhafnarkvöldverður í hvíta húsinu í tilefni leiðtogafundarins. Engu var til sparað og mættu þjóðhöfðingjarnir í sínu fínasta pússi. Um 400 manns voru á gestalistanum, meðal annars gamanleikarinn Will Ferrel og Viveca Paulin, sænsk eiginkona hans auk spjallþáttastjórnandans David Letterman. Sigurður Ingi þótti fara á kostum í skálaræðu sinni en þar benti hann á að Bandaríkjamenn væru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta er aðeins í tólfta sinn sem slíkur viðhafnarkvöldverður er haldin í forsetatíð Baracks Obama. „Heiður okkar var auðvitað mjög mikill að fá að taka þátt í þessu og mikil upplifun og lífsreynsla. Ég held að það muni gagnast okkur og okkar samfélagi í samskiptunum í framhaldinu,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann Obamahjónin hafa verið höfðinglega gestgjafa. „Þau eru mjög heillandi persónuleikar. Draga að sér og útgeilsunin frá þeim er í það minnsta jafn mikil í nánd og hún virkar í fjölmiðlum. Það var mjög gaman að eiga samtal við þau.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira