Enski boltinn

Howard kveður Everton eftir tímabilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Howard er að kveðja enska boltann.
Howard er að kveðja enska boltann. vísir/getty
Tim Howard mun yfirgefa Everton eftir yfirstandandi leiktímabil og mun ganga í raðir Colorado Rapids í MLS-deildinni í knattspyrnu, en þetta var staðfest í dag.

Howard, sem missti sæti sitt í byrjunarliði Everton á tímabilinu til Joel Robles, mun spila með Everton út tímabilið og svo spila með bandaríska landsliðinu í sumar áður en hann gengur í raðir Colorado.

Colorado hefur verið orðað við Howard síðan í janúar, en þessi 37 ára markvörður á 352 leiki fyrir Everton sem og 45 fyrir Manchester United þar sem hann lék áður en hann gekk í raðir Everton.

Howard spilaði í MLS-deildinni frá 1998-2003 með Metro Stars og var þá valinn meðal annars markvörður deildarinnar árið 2001 og í liði ársins tímabilið 2001 og 2002.

Colorado er búið að vinna einn leik af tveimur í  upphafi MLS-deildarinnar, en þeir spila í vesturdeildinni með liðum á borð við LA Galaxy og Sporting Kansas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×