Grænkeri gagnrýnir að ríkið styrki búfjárrækt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Lömbunum, sem þarna lágu með móður sinni í grasinu og nutu sumarblíðunnar, var ef til vill slátrað nokkrum mánuðum síðar. vísir/pjetur Óréttlátt er af hálfu ríkisins að styðja við kvikfjárrækt með skattfé almennings í formi búvörusamninga. Þetta er mat Kristians Guttesen, grænkera úr hópnum Aktívegan, en hópurinn samanstendur af aðgerðarsinnum sem vilja berjast fyrir rétti dýra til lífs og frelsis. „Það er óréttlátt, í fyrsta lagi, vegna þess að greiðslan fer fram að mér forspurðum, ég styð nautgripa- og sauðfjárræktunina hvort sem mér líkar betur eða verr. Það er í sjálfu sér ólýðræðislegt fyrirkomulag. Í öðru lagi er það, sem ég gegn eigin vilja er látinn styðja við, óréttlátt gagnvart dýrunum sem þjást og deyja fyrir þarfir, langanir og duttlunga þeirra sem telja sig þess umkomnir að ráða örlögum annarra lífvera,“ segir Kristian. Kristian spyr til samanburðar hvort réttlátt væri að allir væru látnir borga afnotagjald af Ríkisútvarpinu þótt þeir hafi ekki aðgang að neti, útvarp eða sjónvarpi. „Segjum í framhaldinu að stuðningur minn við RÚV, sem ég hefði ekkert val um, ylli saklausum einstaklingum þjáningu og dauða. Væri það réttlátt?“ Hann segir marga festast í tegundahyggju í sínu daglega lífi. „Sem leiðir af sér að í krafti yfirburðarstöðu sinnar geti manneskjur komið fram við aðrar tegundir eins og þeim sýnist og því kúgað þær og gengið á rétt þeirra.“ Kristian segir sams konar viðhorf búa að baki kúgun minnihlutahópa og að ef til vill ættu þeir sem lýsa sig andvíga rasisma, kvenfyrirlitningu og hómófóbíu að velta því fyrir sér hvort þeir geti með góðri samvisku beitt tegundahyggju til að réttlæta kjötræktun. „Hugsandi einstaklingar sjá óréttlætið sem felst í því,“ segir Kristian.Kristian Guttesen.Mynd/Sigurbjörg SæmundsdóttirÁstæðurnar fyrir því að neyta ekki dýraafurða segir Kristian nokkrar. Þrjár hliðar séu á umræðunni. Heilsa, umhverfi og dýravernd. „Öll næring sem fæst úr dýrum fá dýrin sjálf úr jurtaríkinu. Það er engin nauðsynleg ástæða fyrir því að rækta dýr til að innbyrða þessi efni og þar fyrir utan veldur kjötát ýmsum kvillum, sem ekki koma upp við neyslu á jurtafæði,“ segir Kristian. Þá segir hann engan iðnað eins mengandi fyrir umhverfið og kjötiðnaðinn. „Besta umhverfisvernd sem hver og einn getur innt af hendi er að gerast grænkeri (e. vegan). En með því að taka skatta af hverjum og einum eru allir þegnar neyddir til að brjóta á umhverfinu og framtíðinni,“ segir Kristian. Hann segir síðasta þáttinn, hina siðferðislegu afstöðu til dýra, ef til vill veigamesta þáttinn hjá flestum grænkerum. „Dýr, sem öll eru skynibornar verur, hafa engu minni rétt til lífs en manneskjur. Enda þótt aðstæður hér á jörðu hafi einhvern tímann verið öðruvísi, er í dag engin nauðsynleg ástæða til að neyta dýra til að lifa af. Við höfum val og það val er siðferðilegt. Þegar þetta val er tekið af mér, eins og ríkið gerir með þessu fyrirkomulagi, þá er það óréttlátt. Ekki bara á einn hátt heldur á ótal marga vegu.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fullyrðingar um ofbeit vegna búvörusamninga út í hött Formaður Bændasamtakanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvörusamningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. 15. júlí 2016 07:00 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Óréttlátt er af hálfu ríkisins að styðja við kvikfjárrækt með skattfé almennings í formi búvörusamninga. Þetta er mat Kristians Guttesen, grænkera úr hópnum Aktívegan, en hópurinn samanstendur af aðgerðarsinnum sem vilja berjast fyrir rétti dýra til lífs og frelsis. „Það er óréttlátt, í fyrsta lagi, vegna þess að greiðslan fer fram að mér forspurðum, ég styð nautgripa- og sauðfjárræktunina hvort sem mér líkar betur eða verr. Það er í sjálfu sér ólýðræðislegt fyrirkomulag. Í öðru lagi er það, sem ég gegn eigin vilja er látinn styðja við, óréttlátt gagnvart dýrunum sem þjást og deyja fyrir þarfir, langanir og duttlunga þeirra sem telja sig þess umkomnir að ráða örlögum annarra lífvera,“ segir Kristian. Kristian spyr til samanburðar hvort réttlátt væri að allir væru látnir borga afnotagjald af Ríkisútvarpinu þótt þeir hafi ekki aðgang að neti, útvarp eða sjónvarpi. „Segjum í framhaldinu að stuðningur minn við RÚV, sem ég hefði ekkert val um, ylli saklausum einstaklingum þjáningu og dauða. Væri það réttlátt?“ Hann segir marga festast í tegundahyggju í sínu daglega lífi. „Sem leiðir af sér að í krafti yfirburðarstöðu sinnar geti manneskjur komið fram við aðrar tegundir eins og þeim sýnist og því kúgað þær og gengið á rétt þeirra.“ Kristian segir sams konar viðhorf búa að baki kúgun minnihlutahópa og að ef til vill ættu þeir sem lýsa sig andvíga rasisma, kvenfyrirlitningu og hómófóbíu að velta því fyrir sér hvort þeir geti með góðri samvisku beitt tegundahyggju til að réttlæta kjötræktun. „Hugsandi einstaklingar sjá óréttlætið sem felst í því,“ segir Kristian.Kristian Guttesen.Mynd/Sigurbjörg SæmundsdóttirÁstæðurnar fyrir því að neyta ekki dýraafurða segir Kristian nokkrar. Þrjár hliðar séu á umræðunni. Heilsa, umhverfi og dýravernd. „Öll næring sem fæst úr dýrum fá dýrin sjálf úr jurtaríkinu. Það er engin nauðsynleg ástæða fyrir því að rækta dýr til að innbyrða þessi efni og þar fyrir utan veldur kjötát ýmsum kvillum, sem ekki koma upp við neyslu á jurtafæði,“ segir Kristian. Þá segir hann engan iðnað eins mengandi fyrir umhverfið og kjötiðnaðinn. „Besta umhverfisvernd sem hver og einn getur innt af hendi er að gerast grænkeri (e. vegan). En með því að taka skatta af hverjum og einum eru allir þegnar neyddir til að brjóta á umhverfinu og framtíðinni,“ segir Kristian. Hann segir síðasta þáttinn, hina siðferðislegu afstöðu til dýra, ef til vill veigamesta þáttinn hjá flestum grænkerum. „Dýr, sem öll eru skynibornar verur, hafa engu minni rétt til lífs en manneskjur. Enda þótt aðstæður hér á jörðu hafi einhvern tímann verið öðruvísi, er í dag engin nauðsynleg ástæða til að neyta dýra til að lifa af. Við höfum val og það val er siðferðilegt. Þegar þetta val er tekið af mér, eins og ríkið gerir með þessu fyrirkomulagi, þá er það óréttlátt. Ekki bara á einn hátt heldur á ótal marga vegu.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fullyrðingar um ofbeit vegna búvörusamninga út í hött Formaður Bændasamtakanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvörusamningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. 15. júlí 2016 07:00 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Segir fullyrðingar um ofbeit vegna búvörusamninga út í hött Formaður Bændasamtakanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvörusamningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. 15. júlí 2016 07:00
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00
„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45