„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 10:45 Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00
Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00